Skoðun

For­seti sem svarar á manna­máli

Erna Ástþórsdóttir skrifar

Held að ég sé ekki sú eina sem vantar afruglara, þess vegna er Jón Gnarr í mínum augum augljós valkostur á Bessastaði. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Við finnum fyrir óþoli á að hljóð og mynd fari ekki saman- svart er hvítt eða bara svona ljósgrátt. Í þessu ljósi heyrði ég í Jón Gnarr um daginn þar sem hann var spurður spjörunum úr í lifandi streymi, meðal spurninga þar var: „Hverjir eru þínir helstu gallar?“ 

Svaraði hann því til í mjög lýsandi máli hvernig hann ætti til að finna til djúpstæðrar sjálfsvorkunnar, sem er sprenghlægilegt, ef maður áttar sig á því, en kannski líka vegna þess að við þekkjum það flest að detta í eins og eitt dramakast með tilheyrandi sjálfsvorkunn. 

En ég elska að hér er í boði forsetaefni sem er óhræddur við að fá óundirbúnar spurningar og bara svarar á manna máli svo maður þurfi ekki að túlka orð hans, hann er skýr. En Jón Gnarr hefur ótal kosti , hann er hjartahlýr og vandaður, skapandi og skemmtilegur og óhræddur við að tjá rödd sína en það sem meira er er að ég tengi. Jón Gnarr er afruglari sem að vöntun er á í íslensku samfélagi.

Ég kýs Jón Gnarr í embætti forseta Íslands.

Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×