Innlent

Líst best á Baldur og Höllu en verst á Ástþór

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson mælast hæst í vinsældakönnun Maskínu sem gerð var í síðustu viku.
Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallsson mælast hæst í vinsældakönnun Maskínu sem gerð var í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Landsmönnum líst best á það að Baldur Þórhallsson eða Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Fjórum af hverjum fimm líst illa á að Ástþór Magnússon verði forseti.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem var framkvæmd dagana 13. til 16. maí. Þátttakendur voru beðnir um að meta hvern og einn forsetaframbjóðanda en spurt var:

Hversu vel eða illa líst þér á eftirfarandi frambjóðendur til embættis forseta Íslands?

Fólk var beðið um að haka við Mjög vel, fremur vel, í meðallagi, fremur illa, mjög illa.

Niðurstöður könnunarinnar.Maskína

Alls sögðust 60 prósent lítast mjög vel eða fremur vel á Baldur Þórhallsson en Halla Tómasdóttir kemur fast á hæla honum með 59 prósent. Halla Hrund er þriðja með 55 prósent, Katrín Jakobsdóttir með 46 prósent og Jón Gnarr með 42 prósent.

Alls sögðust 81 prósent lítast fremur eða mjög illa á Ástþór Magnússon sem forseta. Næst kemur Ásdís Rán með 68 prósent og Eiríkur Ingi Jóhannsson með 64 prósent. Þá sögðust 61 prósent lítast illa á Viktor Traustason, 56 prósent á Arnar Þór Jónsson.

Í sömu könnun var spurt út í stuðning við forsetaframbjóðendur. Þá niðurstöðu má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×