Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 23:24 Flugvélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gista. Alls létust 270 manns í flugslysinu og aðeins einn farþegi um borð lifði af. Vísir/EPA Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast. Þetta kemur fram í fimmtán blaðsíðna bráðabirgaðaskýrslu á vegum indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar (AAIB). Fjallað er um skýrsluna á BBC, Sky News og The Guardian. Þar kemur fram að í stjórnklefa flugvélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, hafi verið slökkt á rofum sem veiti eldsneyti til hreyfla vélarinnar. Borið hafi á ruglingi í stjórnklefanum því í upptökum heyrist annar flugmaðurinn spyrja hinn hvers vegna hann „slökkti á“ eldsneytisflæðinu og hinn neita því. Að slökkva á eldsneytisflæðinu slekkur nánast samstundis á hreyflunum og er yfirleitt gert þegar flugvél er lent eða þá hún lendir í neyð, til dæmis ef það kviknar í hreyflunum. Skýrslan gefur ekki til kynna að það hafi skapast nokkuð neyðarástand sem krafðist þess að slökkt yrði á hreyflunum né hvernig rofarnir færðust. Flugsérfræðingurinn Tim Atkinson sagði í samtali við Sky News að afar fáar aðstæður eða kringumstæður gætu skýrt það sem kom fyrir. Það gætu einungis verið mannleg mistök, óviljaverk eða þá viljaverk. „Á þessum tímapunkti rannsóknarinnar, eru engar ráðlagaðar aðgerðir til Boeing 787-8 og/eða GE GEnx-1B hreyflaframleiðenda,“ segir í skýrslunni. Niðurstaðan virðist því útiloka hönnunargalla eða bilun í vélarbúnaði. Flugvélin var á leiðinni til Gatwick-flugvallar í London en brotlenti á húsi í borginni skömmu eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir um borð ef frá er talinn fertugur breskur ríkisborgari. Indland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fimmtán blaðsíðna bráðabirgaðaskýrslu á vegum indversku flugslysarannsóknarnefndarinnar (AAIB). Fjallað er um skýrsluna á BBC, Sky News og The Guardian. Þar kemur fram að í stjórnklefa flugvélarinnar, sem var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner, hafi verið slökkt á rofum sem veiti eldsneyti til hreyfla vélarinnar. Borið hafi á ruglingi í stjórnklefanum því í upptökum heyrist annar flugmaðurinn spyrja hinn hvers vegna hann „slökkti á“ eldsneytisflæðinu og hinn neita því. Að slökkva á eldsneytisflæðinu slekkur nánast samstundis á hreyflunum og er yfirleitt gert þegar flugvél er lent eða þá hún lendir í neyð, til dæmis ef það kviknar í hreyflunum. Skýrslan gefur ekki til kynna að það hafi skapast nokkuð neyðarástand sem krafðist þess að slökkt yrði á hreyflunum né hvernig rofarnir færðust. Flugsérfræðingurinn Tim Atkinson sagði í samtali við Sky News að afar fáar aðstæður eða kringumstæður gætu skýrt það sem kom fyrir. Það gætu einungis verið mannleg mistök, óviljaverk eða þá viljaverk. „Á þessum tímapunkti rannsóknarinnar, eru engar ráðlagaðar aðgerðir til Boeing 787-8 og/eða GE GEnx-1B hreyflaframleiðenda,“ segir í skýrslunni. Niðurstaðan virðist því útiloka hönnunargalla eða bilun í vélarbúnaði. Flugvélin var á leiðinni til Gatwick-flugvallar í London en brotlenti á húsi í borginni skömmu eftir flugtak. Alls voru 242 manns um borð í vélinni og fórust allir um borð ef frá er talinn fertugur breskur ríkisborgari.
Indland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. 13. júní 2025 15:06