Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. júlí 2025 19:47 Bergþór Ólason og Ragnar Þór Ingólfsson ræddi um þinglok og þinglokasamning í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi. Það leit ekki út fyrir að þingflokkarnir myndu ná saman um þinglok í dag en þingfundi var frestað alls sjö sinnum. Í þann stutta tíma sem þingmenn ræddu saman í pontu var aðallega rætt um minnisblað sem starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir um ákvæði 71. greinar, hið svokallaða kjarnorkuákvæði. Þingfundi var síðan slitið klukkan 17:30 og upp úr sex tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, óvænt að samið hefði verið um þinglok mánudaginn 14. júlí. Sjá einnig: Þinglokasamningur í höfn Oddur Ævar Gunnarsson ræddi við Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, og Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformann Flokks fólksins, um þinglokasamninginn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Bergþór, hvað gerðist? Hvað felst í þessum nýju samningum? „Það kemur fram tillaga frá forseta áðan sem rammar inn ákveðin mál sem forseti leggur til að verði kláruð hér á þingfundi á mánudaginn og þingi slitið í framhaldinu. Þá erum við komin svona rúmlega mánuð fram yfir áætlaðan þingslitatíma,“ sagði Bergþór Ólason. „Það var viðbúið að staðan hér í þinginu í dag yrði mjög snúin eftir það sem gerðist hér í gær þegar forseti ákveður að beita 71. grein þingskapalaga sem hefur ekki verið beitt mjög lengi. Nú gerir forseti þessa tillögu sem þingflokksformenn í raun fallast á eða gera ekki athugasemd við. Þarna eru fjögur mál römmuð inn sem verða kláruð á mánudaginn og svo fer þingið heim,“ sagði hann Sáttur við uppskeruna Ragnar Þór segir gott að klára stutt fimm mánaða þing. Ríkisstjórnin haldi ótrauð áfram í haust. Ragnar Þór er ánægður með uppskeruna. „Ég held það sé fyrst og fremst ákaflega jákvæð niðurstaða fyrir þingið að það klárist með samkomulagi. Það hefði verið afar slæmt fyrir alla aðila ef það hefði ekki tekist og það er gott,“ sagði Ragnar Þór. „Við erum ánægð með niðurstöðuna eftir fimm mánuði, að ná yfir fjörutíu málum í gegn, og ljúka þessu með þessum hætti. En auðvitað vill maður alltaf gera betur og ná meiru en við erum sátt við uppskeruna eftir þetta stutta fimm mánaða þing. Svo höldum við ótrauð áfram í haust með fjölmörg frábær mál sem ríkisstjórnin hefur boðað að leggja fram og klára.“ Hvaða mál eru þetta sem um ræðir í þessum samning? „Nú það er veiðigjaldamálið eðlilega sem steytt hefur á um alllanga hríð, það er mál er varðar jöfnunarsjóð sveitarfélaga, síðan er það auðvitað hin lögbundna fjármálaáætlun og svo endar þingið á afgreiðslu máls er varðar ríkisborgararétt,“ sagði Bergþór. Bergþór vonar að áhyggjur sínar og annarra um veiðigjaldafrumvarpið muni ekki rætast. Það hafi blasað við að sögn Bergþórs að afgreiðsla ríkisborgararéttar yrði hluti af samningnum. Þá sé fjármálaáætlun lögbundin. „Við stjórnarandstaða höfum meira að segja gert dagskrártillögu í þrígang þess efnis að slíkt mál yrði tekið framar í umræðunni. En ég held að þetta sé skynsamleg lúkning sem forseti leggur til,“ sagði Bergþór. „Eins og að setja varalit á svín“ Þannig veiðigjöldin fara í gegn á þessu þingi. Hvað finnst ykkur um það? „Við erum þeirrar skoðunar að veiðigjöldunum hefði átt að vísa aftur til ríkisstjórnar til að vinna það betur. Málið er mjög slæmt. Ég hef lýst því þannig að það laga málið eins og það liggur fyrir sé eins og að setja varalit á svín. En við stjórnarandstæðingar erum auðvitað ósammála um efni málsins,“ sagði Bergþór. „En nú kemur á daginn hver áhrifin verða og ég hreinlega vona að áhyggjur okkar í stjórnarandstöðunni og flestallra umsagnaraðila raungerist ekki.“ Var þá alltaf nauðsynlegt fyrir stjórnina að beita þessu ákvæði til þess að fá ykkur að samningaborðinu? „Við Ragnar höfum setið ótæpilega mikið saman að reyna að landa þessu undanfarnar vikur. Þannig ég taldi allar forsendur til þess að hægt væri að ná saman og taldi það raun aldrei nær en í gærmorgun. Við Ragnar Þór sátum saman í viðtali á Bylgjunni í byrjun dags í gær,“ sagði Bergþór. „En svona getur pólitíkin verið og mér þótti þetta ekki gott skref að 71. greininni yrði beitt í þessum efnum en nú heldur þetta pólitíska líf áfram,“ sagði hann. Minnisblaðið hafi ekkert haft að gera með framhaldið Um minnisblaðið sem rætt var um á þinginu í dag. Kom alltaf til greina að beita þessu ákvæði, var það strax í maí sem þið höfðuð hug á því að beita því? „Ég vil byrja á því að leiðrétta þig. Það voru ekki við heldur forseti Alþingis sem beitti þessu ákvæði. Það voru starfsmenn þingflokksins sem óskuðu eftir upplýsingum um greinina, löglærðir starfsmenn okkar sem vildu fræðast um þessa grein, notkun hennar og sögu. Og það væri kannski frekar óeðlilegt ef starfsmenn þingflokksins myndu allavega ekki leggjast eftir því að læra meira um þingsköp og þingskapalög,“ sagði Ragnar Þór. „Þetta var nú allt og sumt en hafði auðvitað ekkert að gera um það sem á eftir kom, eins og Íslandsmet í málþófi,“ bætti hann við. Bergþór, munuð þið gera eitthvað meira vegna þessa minnisblaðs? „Það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Bergþór og bætti við: „En ég vil nefna það hér að þetta Íslandsmet sem var sett í málþófi, eins og Ragnar Þór kallar það, var í öðrum flokki en það fyrra. Í Miðflokknum stóðum við níu árið 2019, ef ég man rétt. Núna erum við 27 í stjórnarandstöðunni og þar var hver einasti þingmaður mjög áfram um það að knýja ríkisstjórnina að borðinu til að reyna að bæta þetta mál sem var jafn brogað og við teljum það vera. Þannig þetta var eðlisólíkt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Þingfundi Alþingis hefur verið slitið í dag en honum var frestað ítrekað í dag. Fundurinn hófst loks á fjórða tímanum og stóð þá yfir í um 50 mínútur þar til honum var frestað aftur. Forseti Alþingis sleit fundinum klukkan hálf sex. Næsti þingfundur hefst á mánudagsmorgun. 12. júlí 2025 18:13 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Það leit ekki út fyrir að þingflokkarnir myndu ná saman um þinglok í dag en þingfundi var frestað alls sjö sinnum. Í þann stutta tíma sem þingmenn ræddu saman í pontu var aðallega rætt um minnisblað sem starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir um ákvæði 71. greinar, hið svokallaða kjarnorkuákvæði. Þingfundi var síðan slitið klukkan 17:30 og upp úr sex tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, óvænt að samið hefði verið um þinglok mánudaginn 14. júlí. Sjá einnig: Þinglokasamningur í höfn Oddur Ævar Gunnarsson ræddi við Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, og Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformann Flokks fólksins, um þinglokasamninginn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Bergþór, hvað gerðist? Hvað felst í þessum nýju samningum? „Það kemur fram tillaga frá forseta áðan sem rammar inn ákveðin mál sem forseti leggur til að verði kláruð hér á þingfundi á mánudaginn og þingi slitið í framhaldinu. Þá erum við komin svona rúmlega mánuð fram yfir áætlaðan þingslitatíma,“ sagði Bergþór Ólason. „Það var viðbúið að staðan hér í þinginu í dag yrði mjög snúin eftir það sem gerðist hér í gær þegar forseti ákveður að beita 71. grein þingskapalaga sem hefur ekki verið beitt mjög lengi. Nú gerir forseti þessa tillögu sem þingflokksformenn í raun fallast á eða gera ekki athugasemd við. Þarna eru fjögur mál römmuð inn sem verða kláruð á mánudaginn og svo fer þingið heim,“ sagði hann Sáttur við uppskeruna Ragnar Þór segir gott að klára stutt fimm mánaða þing. Ríkisstjórnin haldi ótrauð áfram í haust. Ragnar Þór er ánægður með uppskeruna. „Ég held það sé fyrst og fremst ákaflega jákvæð niðurstaða fyrir þingið að það klárist með samkomulagi. Það hefði verið afar slæmt fyrir alla aðila ef það hefði ekki tekist og það er gott,“ sagði Ragnar Þór. „Við erum ánægð með niðurstöðuna eftir fimm mánuði, að ná yfir fjörutíu málum í gegn, og ljúka þessu með þessum hætti. En auðvitað vill maður alltaf gera betur og ná meiru en við erum sátt við uppskeruna eftir þetta stutta fimm mánaða þing. Svo höldum við ótrauð áfram í haust með fjölmörg frábær mál sem ríkisstjórnin hefur boðað að leggja fram og klára.“ Hvaða mál eru þetta sem um ræðir í þessum samning? „Nú það er veiðigjaldamálið eðlilega sem steytt hefur á um alllanga hríð, það er mál er varðar jöfnunarsjóð sveitarfélaga, síðan er það auðvitað hin lögbundna fjármálaáætlun og svo endar þingið á afgreiðslu máls er varðar ríkisborgararétt,“ sagði Bergþór. Bergþór vonar að áhyggjur sínar og annarra um veiðigjaldafrumvarpið muni ekki rætast. Það hafi blasað við að sögn Bergþórs að afgreiðsla ríkisborgararéttar yrði hluti af samningnum. Þá sé fjármálaáætlun lögbundin. „Við stjórnarandstaða höfum meira að segja gert dagskrártillögu í þrígang þess efnis að slíkt mál yrði tekið framar í umræðunni. En ég held að þetta sé skynsamleg lúkning sem forseti leggur til,“ sagði Bergþór. „Eins og að setja varalit á svín“ Þannig veiðigjöldin fara í gegn á þessu þingi. Hvað finnst ykkur um það? „Við erum þeirrar skoðunar að veiðigjöldunum hefði átt að vísa aftur til ríkisstjórnar til að vinna það betur. Málið er mjög slæmt. Ég hef lýst því þannig að það laga málið eins og það liggur fyrir sé eins og að setja varalit á svín. En við stjórnarandstæðingar erum auðvitað ósammála um efni málsins,“ sagði Bergþór. „En nú kemur á daginn hver áhrifin verða og ég hreinlega vona að áhyggjur okkar í stjórnarandstöðunni og flestallra umsagnaraðila raungerist ekki.“ Var þá alltaf nauðsynlegt fyrir stjórnina að beita þessu ákvæði til þess að fá ykkur að samningaborðinu? „Við Ragnar höfum setið ótæpilega mikið saman að reyna að landa þessu undanfarnar vikur. Þannig ég taldi allar forsendur til þess að hægt væri að ná saman og taldi það raun aldrei nær en í gærmorgun. Við Ragnar Þór sátum saman í viðtali á Bylgjunni í byrjun dags í gær,“ sagði Bergþór. „En svona getur pólitíkin verið og mér þótti þetta ekki gott skref að 71. greininni yrði beitt í þessum efnum en nú heldur þetta pólitíska líf áfram,“ sagði hann. Minnisblaðið hafi ekkert haft að gera með framhaldið Um minnisblaðið sem rætt var um á þinginu í dag. Kom alltaf til greina að beita þessu ákvæði, var það strax í maí sem þið höfðuð hug á því að beita því? „Ég vil byrja á því að leiðrétta þig. Það voru ekki við heldur forseti Alþingis sem beitti þessu ákvæði. Það voru starfsmenn þingflokksins sem óskuðu eftir upplýsingum um greinina, löglærðir starfsmenn okkar sem vildu fræðast um þessa grein, notkun hennar og sögu. Og það væri kannski frekar óeðlilegt ef starfsmenn þingflokksins myndu allavega ekki leggjast eftir því að læra meira um þingsköp og þingskapalög,“ sagði Ragnar Þór. „Þetta var nú allt og sumt en hafði auðvitað ekkert að gera um það sem á eftir kom, eins og Íslandsmet í málþófi,“ bætti hann við. Bergþór, munuð þið gera eitthvað meira vegna þessa minnisblaðs? „Það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Bergþór og bætti við: „En ég vil nefna það hér að þetta Íslandsmet sem var sett í málþófi, eins og Ragnar Þór kallar það, var í öðrum flokki en það fyrra. Í Miðflokknum stóðum við níu árið 2019, ef ég man rétt. Núna erum við 27 í stjórnarandstöðunni og þar var hver einasti þingmaður mjög áfram um það að knýja ríkisstjórnina að borðinu til að reyna að bæta þetta mál sem var jafn brogað og við teljum það vera. Þannig þetta var eðlisólíkt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Þingfundi Alþingis hefur verið slitið í dag en honum var frestað ítrekað í dag. Fundurinn hófst loks á fjórða tímanum og stóð þá yfir í um 50 mínútur þar til honum var frestað aftur. Forseti Alþingis sleit fundinum klukkan hálf sex. Næsti þingfundur hefst á mánudagsmorgun. 12. júlí 2025 18:13 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Þingfundi Alþingis hefur verið slitið í dag en honum var frestað ítrekað í dag. Fundurinn hófst loks á fjórða tímanum og stóð þá yfir í um 50 mínútur þar til honum var frestað aftur. Forseti Alþingis sleit fundinum klukkan hálf sex. Næsti þingfundur hefst á mánudagsmorgun. 12. júlí 2025 18:13