Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug 12. október 2010 18:33 Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári. Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það."Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári. Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það."Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira