Innlent

Gætu þurft að sitja í nokkra tíma í vélunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar eru fastir í fjölmörgum vélum á Keflavíkurflugvelli. Mynd/ Daði Guðjónsson.
Farþegar eru fastir í fjölmörgum vélum á Keflavíkurflugvelli. Mynd/ Daði Guðjónsson.
Hugsanlegt er að ekki verði hægt að reyna að hleypa farþegum, sem sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli, út úr vélunum fyrr en klukkan níu í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Þó verður reynt fyrr ef mögulegt er.

Vegna vonskuveðurs hafa farþegar ekki komist inn í flugstöðina úr flugvélunum í gegnum landganginn. Farþegar sitja því fastir inn í tíu vélum á Keflavíkurflugvelli.

Vonskuveður er um allt suðvesturland og á Reykjanesi. Lögreglan biður fólk sem er á ferli að fara varlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×