Hugsanlegt er að ekki verði hægt að reyna að hleypa farþegum, sem sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli, út úr vélunum fyrr en klukkan níu í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Þó verður reynt fyrr ef mögulegt er.
Vegna vonskuveðurs hafa farþegar ekki komist inn í flugstöðina úr flugvélunum í gegnum landganginn. Farþegar sitja því fastir inn í tíu vélum á Keflavíkurflugvelli.
Vonskuveður er um allt suðvesturland og á Reykjanesi. Lögreglan biður fólk sem er á ferli að fara varlega.

