Gagn hugvísinda Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 9. desember 2016 12:20 Heimurinn er að breytast. Sem eru auðvitað engar fréttir – þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Við erum líka stöðugt að breytast, bæði „við“ sem samfélag og „við“ sem einstaklingar. Breytingar munu eiga sér stað hvort sem við viljum eða ekki en hæfileikar okkar til að skilja og hafa áhrif á þessar breytingar eru misgóðir og alls ekki sjálfsagðir. Við þurfum að mennta okkur til að geta tekist á við breytingar og tekið breytingum. Í síðustu viku kom út bókin Áhrif og framtíð hugvísinda (The Impact and Future of Arts and Humanities, Palgrave 2016) eftir þá Benneworth, Guldbrandsen og Hazelkorn. Niðurstaða höfunda er að hugvísindin geri samfélög hæfari til að taka breytingum og að í þessu felist ótvírætt gagn þeirra. Samfélög sem eru hæfari til að taka breytingum eru öflugri samfélög en þau sem eru breytingafælin. Samfélög sem rækta hugvísindi og listir eru hæfari til að taka breytingum en þau sem leggja hugvísindum og listum ekki lið. Þau eru því betri og öflugrin sem samfélög. Sama á við um einstaklinga. Fólk getur augljóslega lært að takast á við lífið með eða án formlegrar menntunar. Hins vegar má spyrja um gæði menntunar með tilliti til hversu góð hún er í að efla hæfileika manna og samfélaga til að takast á við síbreytilegan heim. Maður getur auðveldlega orðið leiksoppur breytinga sem getur síðan leitt til þess að maður fer að berjast gegn breytingum, óháð því hvort þær séu til hins betra eða til hins verra. Menntun og rannsóknir sem auka skilning og þjálfa okkur í að meta breytingar á umhverfi okkar á gagnrýninn hátt gera okkur hæfari til að taka breytingum. Við vitum frekar hvað er að gerast og getum betur haft stjórn á því (en eins og Sjón benti á í vikunni er fólk veikt fyrir stjórnun og þarf að vinna í að láta ekki stjórna sér). Við getum líka orðið afl til breytinga samfélaginu til góða. Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor, var alla tíð sannfærður um að háskóli án hugvísinda væri merkingarlaus. Háskóli sem ekki ræktaði gagnrýna hugsun stæði ekki undir nafni og þar sem gagnrýnin hugsun lægi nær kjarna hugvísinda en annarra fræðasviða stæði háskóli án hugvísinda ekki undir nafni (sjá t.d. í síðasta verki Páls, Merking og tilgangur, sem kom út að honum látnum árið 2015). Þó gagnrýnin hugsun sé vissulega eitt af aðalsmerkjum hugvísindanna er hæfileikinn til túlkunur ekki síður mikilvægur hluti þeirra – jafnvel mikilvægari en gagnrýnin hugsun. Gagnið sem af þessu hlýst fyrir einstaklinga og samfélög verður seint metið til fjár. Í pólitísku landslagi þar sem peningar virðast eini mælikvarðinn á menntun og rannsóknir eiga rök um gagn hugvísinda sem ekki vísa í auknar ævitekjur eða þjóðarframleiðslu lítinn hljómgrunn. En einmitt þessi staðreynd um pólitískt ástand sýnir nauðsyn öflugra hugvísinda. Tvö dæmi (af mörgum mögulegum) sýna hversu gagnleg íslensk hugvísindi eru í alþjóðlegu samhengi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn innan Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur þegar útskrifað 68 nemendur úr alþjóðlegu diplómanámi í jafnréttisfræðum á meistarastigi. Nemendurnir eru frá þróunarríkjum eða stríðshrjáðum löndum og fara aftur til síns heimalands með reynslu og þekkingu úr náminu á Íslandi. Þeir snúa til baka með hæfileika til að taka breytingum og til að leiða breytingar. Hjá íslenska gestgjafanum skilja þeir eftir sömu hæfileika. Hitt dæmið er Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar sem er hluti af stofnunum UNESCO. Vigdísarstofnun hefur að markmiði að stuðla að fjöltyngi til að „auka skilning, samskipti og virðingu milli menningarheima og þjóða“. Stofnunin lítur ekki fyrst og fremst inn á við heldur út í heim og mun leggja sitt fram til að efla skilning milli manna í gegnum öflugar rannsóknir á tungumálum. Hvorug þessi stofnun væri möguleg ef ekki væri fyrir öflugar rannsóknir og kennslu í hugvísindum. Gagn hugvísinda er ótvírætt og ómetanlegt.Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir „Gangandi orðabækur“ Fyrr á þessu ári dreif ég mig á Framadaga háskólanna, en ég tel mig vera ansi týnda þegar kemur að því að velja mér framtíðarstarf. Þar lærði ég margt um fyrirtæki sem mér hafði áður ekki dottið í hug að væru til. Ég varð þó vör við það að mín menntun var ekki mikils virði í augum flestra fyrirtækjanna. 8. desember 2016 09:40 Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44 Upp úr kössunum! Um gildi hugvísinda fyrir heilbrigt mannlíf Hugvísindi eiga um þessar mundir í vök að verjast. Á Íslandi og víða um heim hafa nýfrjálshyggjukerfin sem innleidd hafa verið í menntakerfum og gera kröfu um fjárhagslega sjálfbærni sérhverrar einstakrar einingar grafið undan þeim. 7. desember 2016 10:00 Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. 6. desember 2016 15:23 Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er að breytast. Sem eru auðvitað engar fréttir – þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Við erum líka stöðugt að breytast, bæði „við“ sem samfélag og „við“ sem einstaklingar. Breytingar munu eiga sér stað hvort sem við viljum eða ekki en hæfileikar okkar til að skilja og hafa áhrif á þessar breytingar eru misgóðir og alls ekki sjálfsagðir. Við þurfum að mennta okkur til að geta tekist á við breytingar og tekið breytingum. Í síðustu viku kom út bókin Áhrif og framtíð hugvísinda (The Impact and Future of Arts and Humanities, Palgrave 2016) eftir þá Benneworth, Guldbrandsen og Hazelkorn. Niðurstaða höfunda er að hugvísindin geri samfélög hæfari til að taka breytingum og að í þessu felist ótvírætt gagn þeirra. Samfélög sem eru hæfari til að taka breytingum eru öflugri samfélög en þau sem eru breytingafælin. Samfélög sem rækta hugvísindi og listir eru hæfari til að taka breytingum en þau sem leggja hugvísindum og listum ekki lið. Þau eru því betri og öflugrin sem samfélög. Sama á við um einstaklinga. Fólk getur augljóslega lært að takast á við lífið með eða án formlegrar menntunar. Hins vegar má spyrja um gæði menntunar með tilliti til hversu góð hún er í að efla hæfileika manna og samfélaga til að takast á við síbreytilegan heim. Maður getur auðveldlega orðið leiksoppur breytinga sem getur síðan leitt til þess að maður fer að berjast gegn breytingum, óháð því hvort þær séu til hins betra eða til hins verra. Menntun og rannsóknir sem auka skilning og þjálfa okkur í að meta breytingar á umhverfi okkar á gagnrýninn hátt gera okkur hæfari til að taka breytingum. Við vitum frekar hvað er að gerast og getum betur haft stjórn á því (en eins og Sjón benti á í vikunni er fólk veikt fyrir stjórnun og þarf að vinna í að láta ekki stjórna sér). Við getum líka orðið afl til breytinga samfélaginu til góða. Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor, var alla tíð sannfærður um að háskóli án hugvísinda væri merkingarlaus. Háskóli sem ekki ræktaði gagnrýna hugsun stæði ekki undir nafni og þar sem gagnrýnin hugsun lægi nær kjarna hugvísinda en annarra fræðasviða stæði háskóli án hugvísinda ekki undir nafni (sjá t.d. í síðasta verki Páls, Merking og tilgangur, sem kom út að honum látnum árið 2015). Þó gagnrýnin hugsun sé vissulega eitt af aðalsmerkjum hugvísindanna er hæfileikinn til túlkunur ekki síður mikilvægur hluti þeirra – jafnvel mikilvægari en gagnrýnin hugsun. Gagnið sem af þessu hlýst fyrir einstaklinga og samfélög verður seint metið til fjár. Í pólitísku landslagi þar sem peningar virðast eini mælikvarðinn á menntun og rannsóknir eiga rök um gagn hugvísinda sem ekki vísa í auknar ævitekjur eða þjóðarframleiðslu lítinn hljómgrunn. En einmitt þessi staðreynd um pólitískt ástand sýnir nauðsyn öflugra hugvísinda. Tvö dæmi (af mörgum mögulegum) sýna hversu gagnleg íslensk hugvísindi eru í alþjóðlegu samhengi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn innan Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur þegar útskrifað 68 nemendur úr alþjóðlegu diplómanámi í jafnréttisfræðum á meistarastigi. Nemendurnir eru frá þróunarríkjum eða stríðshrjáðum löndum og fara aftur til síns heimalands með reynslu og þekkingu úr náminu á Íslandi. Þeir snúa til baka með hæfileika til að taka breytingum og til að leiða breytingar. Hjá íslenska gestgjafanum skilja þeir eftir sömu hæfileika. Hitt dæmið er Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar sem er hluti af stofnunum UNESCO. Vigdísarstofnun hefur að markmiði að stuðla að fjöltyngi til að „auka skilning, samskipti og virðingu milli menningarheima og þjóða“. Stofnunin lítur ekki fyrst og fremst inn á við heldur út í heim og mun leggja sitt fram til að efla skilning milli manna í gegnum öflugar rannsóknir á tungumálum. Hvorug þessi stofnun væri möguleg ef ekki væri fyrir öflugar rannsóknir og kennslu í hugvísindum. Gagn hugvísinda er ótvírætt og ómetanlegt.Þessi grein er liður í greinaskriftaátaki sviðsráðs Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
„Gangandi orðabækur“ Fyrr á þessu ári dreif ég mig á Framadaga háskólanna, en ég tel mig vera ansi týnda þegar kemur að því að velja mér framtíðarstarf. Þar lærði ég margt um fyrirtæki sem mér hafði áður ekki dottið í hug að væru til. Ég varð þó vör við það að mín menntun var ekki mikils virði í augum flestra fyrirtækjanna. 8. desember 2016 09:40
Framtíð hugvísindanemans Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. 5. desember 2016 12:44
Upp úr kössunum! Um gildi hugvísinda fyrir heilbrigt mannlíf Hugvísindi eiga um þessar mundir í vök að verjast. Á Íslandi og víða um heim hafa nýfrjálshyggjukerfin sem innleidd hafa verið í menntakerfum og gera kröfu um fjárhagslega sjálfbærni sérhverrar einstakrar einingar grafið undan þeim. 7. desember 2016 10:00
Gerðu það sem gleður þig Alma Ágústdóttir, formaður sviðsráðs Hugvísindasviðs SHÍ, settist niður með Elizu Reid og spjallaði við hana um bakgrunn hennar og mikilvægi þess að láta áhugann ráða í námsvali í háskólanum en ekki atvinnumöguleika. 6. desember 2016 15:23
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun