Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur BBI skrifar 2. júlí 2012 10:26 Sæstrengur lagður. Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur. Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, staðfestir að verðhækkanirnar séu í pípunum en tekur ekki undir að þær verði næstum þrefaldar. Hann bendir á að þróun gengis erlendra gjaldmiðla, vísitöluhækkun á landinu og fleira spili inn í útreikningana. Þegar tekið er tillit til þess sé ekki um nær þrefalda hækkun að ræða. Auk þess spili margt fleira inn. Ómar staðfestir líka að þó fyrirtækið hyggist rukka Símann og Vodafone, og þar með íslenska neytendur, meira fyrir þjónustu sína hér eftir muni gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á hagstæðari kjörum.Sæstrengirnir tveir, DANICE og FARICE.Mynd/FariceFarice ehf. er að mestu í eigu þriggja aðila, íslenska ríkið á 30%, Landsvirkjun á 30% og Arion banki á 40%. „Gagnaverin eru mun stærri kúnni," segir Ómar og réttlætir þannig kjaramuninn. Hann segir að eina leiðin til að Ísland geti verið samkeppnishæft á markaði gagnavera sé að bjóða þeim ódýra þjónustu. Auk þess bendir hann á að það séu langtíma hagsmunir símafyrirtækjanna og íslenskra neytenda að fá gagnaver í landið. „Þannig mun kostnaður við þjónustuna lækka og dreifast á fleiri aðila," segir Ómar. Ómar segir að í raun feli það í sér minni kostnað við sæstrengina fyrir íslenskan almenning að fá gagnaverin til landsins. Til að reka gagnaver hér á landi sé nauðsynlegt að hingað liggi tveir sæstrengir. Þess vegna var ráðist í að leggja bæði FARICE og DANICE, en það nefnast strengirnir sem Farice ehf. rekur. Ef látið hefði verið nægja að leggja aðeins FARICE hefðu íslenskir neytendur þurft að standa straum af öllum kostnaðinum við það. Í stað þess dreifist kostnaðurinn af strengjunum bæði á almenning og gagnaverin sem skilar sér þegar upp er staðið í minni kostnaði fyrir neytendur.
Tengdar fréttir Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun. 29. júní 2012 20:08