Gagnrýna sinnuleysi gagnvart kvalinni tík á flótta Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. september 2016 06:30 Ekki reyndist unnt að fá mynd af hinni umtöluðu rottweiler-tík en hér má sjá hunda af sömu tegund. vísir/getty „Af fyrirliggjandi gögnum máls má ráða sem svo að dýrið hafi verið á flótta frá kvalarstað og verið að leita sér skjóls og matar,“ segir í bréfi um rottweiler-tík sem tvær stúlkur fundu í Kópavogi um miðjan júní. Ofangreind tilvitnun er úr bréfi heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um aðstæður tíkurinnar og viðbrögð annarra stofnana í málinu. Maður á leið úr vinnu á Smiðjuvegi ræddi við stúlkurnar sem fundu tíkina. Þær sögðu hana veika og ekki geta gengið. „Stúlkurnar höfðu reynt að fá aðstoð lögreglu við að sinna tíkinni en munu ekki hafa fengið nein viðbrögð við þeirri bón,“ segir í bréfinu. „Úr varð að borgarinn tók tíkina með sér heim þar sem hann sinnti henni næstu daga. Tíkin var í fyrstu mjög lasburða, með blóðugar hægðir og þvag.“ Þá segir að „borgarinn“ hafi farið með tíkina á dýraspítala og reynt að hafa upp á eigandanum en ekki tekist. Tíkin var þó örmerkt. Að fjórum dögum liðnum hafi hann snúið sér til heilbrigðiseftirlitsins sem hafi komið skepnunni fyrir í hundaathvarfi. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafi skoðað dýrið og talið það vanrækt og ekki eiga að fara til eiganda síns. Tíkin var grindhoruð. Heilbrigðisnefndin segir ýmislegt athugavert við atburðarásina og segist vilja koma á framfæri við ráðuneytið athugasemdum um „viðbrögð og vinnubrögð lögreglu“ og um þá ákvörðun Matvælstofnunar að beita eiganda hundsins ekki vörslusviptingu. „Ungar stúlkur finna sjúkt dýrið og reyna, að sögn, að ná sambandi við lögreglu. Aðstoð er neitað samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Fyrir hönd sveitarfélagsins er lýst alvarlegum áhyggjum vegna þessa,“ segir í bréfi heilbrigðisnefndar sem bað ráðuneytið að skoða meðferð málsins og beita sér fyrir úrbótum. „Verður að telja það sérstaklega ámælisvert að tilkynning um sært dýr sem berst lögreglu frá börnum sem eru langt undir átján ára aldri skuli hafa verið látin afskiptalaus.“ Þá segir að eini möguleiki sveitarfélagsins sé að afhenda dýrið þeim sem telji sig umráðamann og gefi sig fram. Til þess kom þó ekki. „Dýrið var svo sjúkt að því varð ekki bjargað þrátt fyrir að því hefði verið komið í fóstur,“ svarar Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, aðspurður um afdrif tíkurinnar. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið segist í bréfi til heilbrigðisnefndar ekki vilja svara um þetta mál sérstaklega en kveður hlutverk stofnana skýr í lögum. Lögregla eigi að taka við tilkynningum um dýr sem eru sjúk, særð, í sjálfheldu eða bjargarlaus. „Lögreglu er þá skylt að kalla til dýralækni ef ástæða er til,“ segir ráðuneytið. Matvælastofnun eigi að hafa eftirlit og grípa til ráðstafana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Af fyrirliggjandi gögnum máls má ráða sem svo að dýrið hafi verið á flótta frá kvalarstað og verið að leita sér skjóls og matar,“ segir í bréfi um rottweiler-tík sem tvær stúlkur fundu í Kópavogi um miðjan júní. Ofangreind tilvitnun er úr bréfi heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um aðstæður tíkurinnar og viðbrögð annarra stofnana í málinu. Maður á leið úr vinnu á Smiðjuvegi ræddi við stúlkurnar sem fundu tíkina. Þær sögðu hana veika og ekki geta gengið. „Stúlkurnar höfðu reynt að fá aðstoð lögreglu við að sinna tíkinni en munu ekki hafa fengið nein viðbrögð við þeirri bón,“ segir í bréfinu. „Úr varð að borgarinn tók tíkina með sér heim þar sem hann sinnti henni næstu daga. Tíkin var í fyrstu mjög lasburða, með blóðugar hægðir og þvag.“ Þá segir að „borgarinn“ hafi farið með tíkina á dýraspítala og reynt að hafa upp á eigandanum en ekki tekist. Tíkin var þó örmerkt. Að fjórum dögum liðnum hafi hann snúið sér til heilbrigðiseftirlitsins sem hafi komið skepnunni fyrir í hundaathvarfi. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafi skoðað dýrið og talið það vanrækt og ekki eiga að fara til eiganda síns. Tíkin var grindhoruð. Heilbrigðisnefndin segir ýmislegt athugavert við atburðarásina og segist vilja koma á framfæri við ráðuneytið athugasemdum um „viðbrögð og vinnubrögð lögreglu“ og um þá ákvörðun Matvælstofnunar að beita eiganda hundsins ekki vörslusviptingu. „Ungar stúlkur finna sjúkt dýrið og reyna, að sögn, að ná sambandi við lögreglu. Aðstoð er neitað samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Fyrir hönd sveitarfélagsins er lýst alvarlegum áhyggjum vegna þessa,“ segir í bréfi heilbrigðisnefndar sem bað ráðuneytið að skoða meðferð málsins og beita sér fyrir úrbótum. „Verður að telja það sérstaklega ámælisvert að tilkynning um sært dýr sem berst lögreglu frá börnum sem eru langt undir átján ára aldri skuli hafa verið látin afskiptalaus.“ Þá segir að eini möguleiki sveitarfélagsins sé að afhenda dýrið þeim sem telji sig umráðamann og gefi sig fram. Til þess kom þó ekki. „Dýrið var svo sjúkt að því varð ekki bjargað þrátt fyrir að því hefði verið komið í fóstur,“ svarar Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, aðspurður um afdrif tíkurinnar. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið segist í bréfi til heilbrigðisnefndar ekki vilja svara um þetta mál sérstaklega en kveður hlutverk stofnana skýr í lögum. Lögregla eigi að taka við tilkynningum um dýr sem eru sjúk, særð, í sjálfheldu eða bjargarlaus. „Lögreglu er þá skylt að kalla til dýralækni ef ástæða er til,“ segir ráðuneytið. Matvælastofnun eigi að hafa eftirlit og grípa til ráðstafana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira