Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. desember 2013 19:41 Kristinn fullyrðir að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“ Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“
Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32