Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. desember 2013 19:41 Kristinn fullyrðir að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“ Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“
Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32