Gallaðar forsendur Daggar Harðardóttur Egill Óskarsson skrifar 22. júní 2011 15:30 Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun