Gallaðar forsendur Daggar Harðardóttur Egill Óskarsson skrifar 22. júní 2011 15:30 Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun