Gallaðar forsendur Daggar Harðardóttur Egill Óskarsson skrifar 22. júní 2011 15:30 Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun