Viðskipti innlent

Gamli Landsbankinn á fyrir Icesaveskuldinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eignir þrotabús Landsbankans eru um 13 milljarðar umfram skuldir.
Eignir þrotabús Landsbankans eru um 13 milljarðar umfram skuldir. Mynd/ Pjetur.
Áætlaðar endurheimtur þrotabús Landsbankans eru um 13 milljörðum krónum meira en sem nemur heildarfjárhæð forgangskrafna í þrotabúið, miðað við fastsett gengi íslensku krónunnar þann 22. apríl síðastliðinn. Áætlaðar endurheimtur eru 1332 milljarðar króna en forgangskröfur nema 1319 milljörðum. Forgangskröfur í bankann eru aðallega Icesave innlánin og heildsöluinnlán.

Í tilkynningu frá skilanefnd Landsbankans, vegna árshlutauppgjörs, kemur fram að raunaukning á áætluðum endurheimtum á öðrum ársfjórðungi sé einkum til komin vegna hækkunar á verðmati á eignum bankans, meðal annars kröfum á fjármálafyrirtæki, útlánum til fyrirtækja í lánasafni og hækkunar á áætluðu verðmati skilyrta skuldabréfsins sem Landsbankinn hf mun gefa út til Gamla Landsbankans.

Reiðufé skilar sér hraðar inn í bankann en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir og nam það 453 milljöðrum króna um mitt þetta ár. Meginskýringin er að útlán hafa innheimst hraðar en áður var gert ráð fyrir. Reiðufé er nú sem nemur um rúmlega þriðjungi af bókfærðri stöðu forgangskrafna, áætlaðar endurheimtur samkvæmt samningi við Landsbankann nema um þriðjungi af verðmæti heildareigna og útlán og aðrar eignir nema um þriðjungi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×