Gasmælingar aukast við Heklu Freyr Bjarnason skrifar 20. mars 2014 07:00 Gasmælirinn frá Veðurstofunni er inni í þessum litla kofa sem var reistur uppi á Heklu. Mynd/Veðurstofa Íslands Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu. „Kvika í eldfjöllum losar venjulega eitthvað gas og eitt af því sem menn gera þegar eldfjöll eru vöktuð er að mæla gasútstreymi frá eldfjöllum. Það gefur upplýsingar um dýpi og eðli kvikunnar og getur gefið upplýsingar sem skjálftamælar og GPS-mælar gefa ekki,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en stöðug þensla hefur verið umhverfis Heklu síðan mælingar hófust. Aðspurður segir hann að kerfisbundnar gasmælingar í kringum íslensk eldfjöll hafi lítið sem ekkert verið stundaðar í gegnum árin. „Það er frekar erfitt að mæla gas og nota gasmæla sem vöktunartæki á Íslandi. Það eru ýmis ljón í veginum fyrir því, meðal annars veðurfarsleg, en menn hafa verið að fikra sig í þessa átt.“ Mælitækjum í kringum Heklu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, þar á meðal jarðskjálfta- og GPS-mælum. „Mikilvægasta viðbótin er kannski sú að það er orðið talsvert þétt net af GPS-mælum,“ segir Benedikt, en GPS-stöðvarnar sem vakta Heklu eru tíu talsins. Skjálftamælar í kringum Heklu eru þrír en gasmælirinn einn. „Við erum búnir að vera viðbúnir Heklugosi í talsvert mörg ár. Þetta endar í gosi, spurningin er hvenær. Það er ekki sjálfgefið að það verði á næstu árum en það er það sem við gerum ráð fyrir og búumst við.“ Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira
Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu. „Kvika í eldfjöllum losar venjulega eitthvað gas og eitt af því sem menn gera þegar eldfjöll eru vöktuð er að mæla gasútstreymi frá eldfjöllum. Það gefur upplýsingar um dýpi og eðli kvikunnar og getur gefið upplýsingar sem skjálftamælar og GPS-mælar gefa ekki,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en stöðug þensla hefur verið umhverfis Heklu síðan mælingar hófust. Aðspurður segir hann að kerfisbundnar gasmælingar í kringum íslensk eldfjöll hafi lítið sem ekkert verið stundaðar í gegnum árin. „Það er frekar erfitt að mæla gas og nota gasmæla sem vöktunartæki á Íslandi. Það eru ýmis ljón í veginum fyrir því, meðal annars veðurfarsleg, en menn hafa verið að fikra sig í þessa átt.“ Mælitækjum í kringum Heklu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, þar á meðal jarðskjálfta- og GPS-mælum. „Mikilvægasta viðbótin er kannski sú að það er orðið talsvert þétt net af GPS-mælum,“ segir Benedikt, en GPS-stöðvarnar sem vakta Heklu eru tíu talsins. Skjálftamælar í kringum Heklu eru þrír en gasmælirinn einn. „Við erum búnir að vera viðbúnir Heklugosi í talsvert mörg ár. Þetta endar í gosi, spurningin er hvenær. Það er ekki sjálfgefið að það verði á næstu árum en það er það sem við gerum ráð fyrir og búumst við.“
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira