Innlent

Gaus síðast á Krýsuvíkursvæðinu árið 1300

Frá Krýsuvíkursvæðinu.
Frá Krýsuvíkursvæðinu.
„Við getum í rauninni ekkert séð, ég fór og skoðaði mælana, og það var ekki að sjá að neitt slíkt væri í gangi," segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um hvort einhverjar líkur væru á eldgosi á Krýsuvíkursvæðinu, en margir skjálftar hafa mælst þar í morgun sá stærsti fjórir á richter.

Hún segir að mörg eldfjöll séu á svæðinu en síðast gaus þar fyrir mörg hundruð árum. „Það var gostímabil þarna frá 800 til 1300, þannig þetta er ekki eins og Hekla eða þannig," segir Sigþrúður.




Tengdar fréttir

Jarðskjálfti í Reykjavík

Íbúar Reykjavíkur fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem varð fyrir stundu, eða klukkan rúmlega níu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er verið að vinna úr gögnum og munu nánari upplýsingar fást innan skammst.

Annar stór jarðskjálfti

Auk stærsta jarðskjálftans sem varð klukkan rúmlega níu í morgun í Krýsuvík, upp á 4 stig, kom annar stór skjálfti klukkan 9:49 og mældist sá skjálfti upp á 3,3 stig samkvæmt vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftinn fannst til dæmis mjög vel í Árbænum.

Skjálftahrina við Kleifarvatn

Jarðskjálfti upp á 3,2 á richter varð við Kleifarvatn klukkan 05:46. Annar álíka stór skjálfti varð klukkan 05:20 og hefur veðurstofu borist tilkynning að sá seinni hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð annar stærri skjálfti klukkan rúmlega níu en sá fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×