Gefum unga fólkinu líka smá séns Björt Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn. Ef til vill litast upplifun mín af því að ég sjálf og flestir þeir sem eru mér nákomnir eru sem stendur á kafi í barnastússi. En staðreyndin er sú að ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag. Það er dýrt að koma undir sig fótunum. Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér. Eða þá að stofna fyrirtæki sem hægt og bítandi getur vegnað vel. Á meðan öllu þessu stendur í lífi ungs fólks er það sem betur fer fyrir íslenskt hagkerfi að koma sér upp fjölskyldu, hlaða niður börnum. Og svo ég komi loks að gamla fólkinu þá er það þetta unga barnafólk og svo börnin þeirra seinna meir sem halda uppi hagvexti og lífeyriskerfinu fyrir þá sem eldri eru. Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði. Svona eins og eina sundferð, sem getur kostað hátt í 5.000 kall ef farið er með alla fjölskylduna. Það er skammarlegt hvernig við sem samfélag hlúum að þeim eldri borgurum sem hafa það verst. Því þarf að breyta. Staðreyndin er samt sú að meira en helmingur eldri borgara á húsnæði sitt skuldlaust. Langfæstir eru þeir að borga af námslánum, borga leikskólagjöld eða halda uppi fjölmennri fjölskyldu. Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns?
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar