Gegn þjóðarvilja? Helgi Magnússon skrifar 3. september 2013 06:00 Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var í lok ágúst. Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.61% vill ljúka viðræðum Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðum en 39% slíta þeim. Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðum. Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarvilji í þessum efnum er núna. Ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því sem fyrst hvort það geti talist mikilvægt forgangsmál að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli og efna til ófriðar um það í stað þess að beina kröftunum að lausn þeirra brýnu efnahagsmála sem enn bíða úrlausnar.Loforð Bjarna Þá er það í fersku minni – og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum – að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega FYRIR kosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna. Við það loforð verður hann að standa. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið það viðgangast að utanríkisráðherra fremji vísvitandi skemmdarverk á allri þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin á að segja til um framhald málsins. Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta.Orð skulu standa Því verður ekki trúað að formaður Sjálfstæðisflokksins svíki kosningaloforð sín. Við því þarf ekki að búast. Það yrðu allavega mikil og vond tíðindi ef svo færi. Ég vil trúa því að Bjarni Benediktsson tryggi það að landsmenn hafi síðasta orðið um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrr en seinna. Fram til þessa hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins kappkostað að standa við loforð sín, einkum og sér í lagi kosningaloforð. Vonandi verður engin breyting á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var í lok ágúst. Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.61% vill ljúka viðræðum Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðum en 39% slíta þeim. Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðum. Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarvilji í þessum efnum er núna. Ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því sem fyrst hvort það geti talist mikilvægt forgangsmál að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli og efna til ófriðar um það í stað þess að beina kröftunum að lausn þeirra brýnu efnahagsmála sem enn bíða úrlausnar.Loforð Bjarna Þá er það í fersku minni – og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum – að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega FYRIR kosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna. Við það loforð verður hann að standa. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið það viðgangast að utanríkisráðherra fremji vísvitandi skemmdarverk á allri þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin á að segja til um framhald málsins. Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta.Orð skulu standa Því verður ekki trúað að formaður Sjálfstæðisflokksins svíki kosningaloforð sín. Við því þarf ekki að búast. Það yrðu allavega mikil og vond tíðindi ef svo færi. Ég vil trúa því að Bjarni Benediktsson tryggi það að landsmenn hafi síðasta orðið um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrr en seinna. Fram til þessa hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins kappkostað að standa við loforð sín, einkum og sér í lagi kosningaloforð. Vonandi verður engin breyting á því.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun