Geldingu grísa hætt með núverandi hætti Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2014 15:42 MYNDIR/FÉSBÓKARSÍÐA ORMSSTAÐA Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“ Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira
Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“
Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira
Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18
„Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19