Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist áfram

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og er gengisvísitalan nú komin niður í tæp 225 stig. Hefur hún ekki verið lægri siðan í upphafi desember á síðasta ári.

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 3% í þessum mánuði. Ein af ástæðunum fyrir styrkingu krónunnar er mikil aukning á ferðamönnum eftir áramótin.

Dollarinn er kominn niður fyrir 126 kr. og pundið er komið niður fyrir 190 kr. í verði. Evran stendur í 167 krónum og danska krónan í 22,4 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×