Viðskipti innlent

Gengi krónunnar tók dýfu síðdegis

Gengi krónunnar tók nokkra dýfu síðdegis í dag. Nú klukkutíma fyrir lokun markaðarins hefur gengið veikst um 0,8% og gengisvísitalan er komin í rúmlega 214 stig.

Nokkrir samverkandi þættir gætu hér átt hlut að máli. Nefna má samning Seðlabankans við fjármálafyrirtæki í desember s.l. um umfangsmikil gjaldeyriskaup af þeim og vaxtagreiðslur til erlendra eigenda ríkisskuldabréfa en stór flokkur þeirra bréfa rann út í desember.

Þá má einnig nefna að birgjar eru sennilega í einhverjum mæli að greiða erlendum viðskiptavinum sínum fyrir vörur sem keyptar voru fyrir síðustu jólavertíð.

Á móti kemur svo að ferðamannastraumurinn til Íslands er í lágmarki þessa daganna og gjaldeyrir frá ferðamönnum því með minnsta móti.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×