Viðskipti innlent

Gengisvísitalan komin yfir 220 stig

Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast þvert á aðstæður í landinu. Gengisvísitalan er nú komin yfir 220 stig sem er svipað og hún var um vorið í fyrra.

Nefna má að gengið þarf ekki að veikjast nema um rúm 10% í viðbót til að ná neðstu stöðu sinni í hruninu haustið 2008. Í desember það ár fór gengisvísitalan í 248 stig.

Þessi veiking á gengi krónunnar er gegn aðstæðum og hefur m.a. orðið greiningum stóru bankana umhugsunarefni. Á sama tíma í fyrra var gengið í styrkingarfasa sökum þess að gjaldeyrir frá ferðamönnum streymdi inn í landið. Þetta ætti að vera að gerast núna þar sem farþegatölur til Íslands sýna að sumarið í ár verður enn eitt metárið í ferðamannageiranum hérlendis.

Ljóst er að hefðbundin og stöðug gjaldeyriskaup Seðlabankans hafi ekki áhrif hér enda hafa þau aðeins numið 20 til 30% af veltunni á millibankamarkaði með gjaldeyri undanfarna mánuði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×