Innlent

Gera alheimsúttekt á jarðvarmageiranum

Í gær var skrifað undir samning um samstarf Gekon og KPMG.
Fréttablaðið/Arnþór
Í gær var skrifað undir samning um samstarf Gekon og KPMG. Fréttablaðið/Arnþór
Greining íslenska ráðgjafarfyrirtækisins Gekon og doktor Michaels Porter á íslenska jarðvarmaklasanum verður undir­staða heildarúttektar endurskoðunarfyrirtækisins KPMG á jarðvarmageiranum á heimsvísu, arðsemi hans og tækifærum.

Gekon og KPMG undirrituðu í gær samkomulag þessa efnis.

Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Háskólabíói 1. nóvember næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar mun Michael Porter meðal annars leggja fram tillögur um með hvaða hætti best sé að haga uppbyggingu íslenska jarðvarmaklasans og ekki síst tækifærum hans í alþjóðlegu samhengi. - sh


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×