Innlent

Gera athugasemdir við störf yfirdýralæknis

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Frestur svínaræktenda til að skila áætlun um hvernig þeir ætla að uppfylla skilyrði laga um dýravernd er runninn út.
Frestur svínaræktenda til að skila áætlun um hvernig þeir ætla að uppfylla skilyrði laga um dýravernd er runninn út. Vísir/GVA
Það hafa komið fram athugasemdir frá Félagi svínaræktenda um störf yfirdýralæknis,“  segir Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir að ráðuneytið vilji ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir tjáir sig ekki um athugsemdir svínabænda, segir að málið sé í höndum landbúnaðarráðherra og forstjóra Matvælastofnunar.

Ný lög um dýravernd tóku gildi um áramót. Samkvæmt þeim mega svínabændur ekki lengur gelda grísi án deyfingar.

RÚV vakti athygli á því í síðasta mánuði að svínbændur hefðu hundsað lögin.

Yfirdýralæknir tjáði sig um málefni svínabænda og voru svínabændur ósáttir við ummæli yfirdýralæknis.

Félag svínaræktenda ákvað því að skrifa landbúnaðarráðherra og forstjóra Matvælastofnunar bréf og fara þess að leit að yfirdýralæknir yrði úrskurðuð vanhæf til að fjalla um málefni svínabænda.

Matvælastofnun gaf svínaræktendum frest til 10. júní til að skila áætlun um hvernig þeir ætluðu að hætta ólöglegum geldingum á grísum.

Á næstu dögum verður hafist handa við að safna gögnum frá héraðsdýralæknum um hvernig svínaræktendur ætli að uppfylla skilyrði laga um dýravernd og hætta með öllu að gelda grísi án deyfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×