Gera þurfi betur í bólusetningum barna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2016 13:00 Gera þarf betur í bólusetningum barna, og bæta þarf innköllunarkerfið, segir Þórólfur Guðnason. vísir/vilhelm Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa því að vera í stakk búnir til að geta svarað fyrir áhyggjur um bólusetningar. Þetta kom fram í máli Haraldar Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknis, í umræðum um almennar bólusetningar á Læknadögum í Hörpu í dag. Hann sagði að fyrir um tveimur áratugum hafi umræða um skaðsemi bólusetninga orðið nokkuð hávær. Með aukinni fræðslu og þekkingu hafi það breyst. Nú sé aftur farið að heyrast í þessum háværa, en fámenna, hópi.„Öll bóluefni eru sögð vera óörugg og gagnslaus ef ekki skaðleg,“ sagði Haraldur.vísir„Reynt er að ná til talsmanna með einhvers konar vísindalegan bakgrunn til að gera andstöðuna trúverðuga. Öll bóluefni eru sögð vera óörugg og gagnslaus ef ekki skaðleg,“ sagði hann.Mikilvægt að ræða hlutina á yfirvegaðan hátt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði mikilvægt að halda áfram að auka fræðslu um bólusetningar. Taka eigi þátt í umræðum um bólusetningar með yfirveguðum hætti. „Við höfum reynt að svara á opinberum vettvangi þegar kemur svona ágreiningur. Höfum gert það í fjölmiðlum og annars staðar. Álit og stuðningur fólks hér á landi er hins vegar mjög mikill. Þannig að þetta er lítill hópur en hann getur verið hávær. Ég held maður eigi ekki að vera með mikinn ofstopa gagnvart þessu fólki. Maður á að reyna að hlusta og taka þátt í rökræðum, ekki ganga fram með einhverju offorsi og vera í eilífu stríði,“ sagði hann.„Maður á að reyna að hlusta og taka þátt í rökræðum, ekki ganga fram með einhverju offorsi og vera í eilífu stríði,“ sagði Þórólfur Guðnason.vísirÞórólfur fór yfir þátttöku í bólusetningum hér á landi. Hún er nokkuð góð, eða um 90-95 prósent. Þátttaka er svipuð í Norðurlöndunum en er best í Noregi og Svíþjóð, næst kemur Ísland og svo Danmörk. Ekki fengust tölur frá Finnlandi. Ísland skipar þó fyrsta sæti þegar kemur að HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini. „Varðandi HPV þá erum við um og yfir 90 prósent, sem er mjög gott. Engin þjóð státar af eins góðri þátttöku og við og verður væntanlega betri þegar búið er að fækka HPV sprautum úr þremur í tvær. Bandaríkin eru til dæmis með um 50 prósent þátttöku.“Gera megi betur Þá segir hann að þrátt fyrir að landsmenn standi sig vel í bólusetningum, þá megi gera betur. Jafnframt þurfi að bæta innköllunarkerfið. „Þátttaka hér er viðunandi en við gætum staðið okkur betur við tólf mánaða, átján mánaða og fjögurra ára bólusetningu. Ég held að ástæðan fyrir því að þetta dettur niður á þessum tíma sé sú að börn eru oft veik á þessum aldri og komast ekki í bólusetninguna, og detta þannig út úr kerfinu. Það er ekkert sjálfvirkt kerfi sem rauðflaggar þessi börn þannig að þau geta gleymst.“„Afstaða til bólusetninga á íslandi er mjög jákvæð. Það virðist sem menntun, upplýsingar og fræðsla geti skipt máli og þar held ég að við sem heilbrigðisstarfsfólk gegnum lykilhlutverki,“ sagði Ýmir Óskarsson.vísirAfstaða Íslendinga jákvæð Ýmir Óskarsson læknanemi hélt jafnframt erindi út frá rannsókn sem hann vann við gerð BS-verkefnis síns árið 2014. Þar kannaði hann afstöðu Íslendinga til bólusetninga barna, en meginniðurstöður rannsókarinnar leiddu í ljós að yfir 95 prósent þátttakenda voru mjög eða frekar hlynntir bólusetningu barna. Einungis eitt prósent sögðust andvígir þessum forvörnum, en rannsóknin náði til um fimm þúsund þátttakenda. Þá voru þeir sem höfðu meiri menntun og hærri tekjur líklegri til að vera hlynntir bólusetningum, en þeir sem ómenntaðir eru eða með lægri tekjur. Ýmir sagði rannsóknir á borð við þessa mikilvæga svo heilbrigðisstarfsfólk skilji áhyggjur og efasemdir foreldra. „Þannig er hægt að ávarpa þau á áhrifaríkan hátt. Það er mikilvægt að þekkja afstöðu fólks til bólusetninga til að vita hvaða þættir kynnu að hafa áhrif á þessa niðurstöðu,“ sagði hann. „Afstaða til bólusetninga á íslandi er mjög jákvæð. Það virðist sem menntun, upplýsingar og fræðsla geti skipt máli og þar held ég að við sem heilbrigðisstarfsfólk gegnum lykilhlutverki.“ Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa því að vera í stakk búnir til að geta svarað fyrir áhyggjur um bólusetningar. Þetta kom fram í máli Haraldar Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknis, í umræðum um almennar bólusetningar á Læknadögum í Hörpu í dag. Hann sagði að fyrir um tveimur áratugum hafi umræða um skaðsemi bólusetninga orðið nokkuð hávær. Með aukinni fræðslu og þekkingu hafi það breyst. Nú sé aftur farið að heyrast í þessum háværa, en fámenna, hópi.„Öll bóluefni eru sögð vera óörugg og gagnslaus ef ekki skaðleg,“ sagði Haraldur.vísir„Reynt er að ná til talsmanna með einhvers konar vísindalegan bakgrunn til að gera andstöðuna trúverðuga. Öll bóluefni eru sögð vera óörugg og gagnslaus ef ekki skaðleg,“ sagði hann.Mikilvægt að ræða hlutina á yfirvegaðan hátt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði mikilvægt að halda áfram að auka fræðslu um bólusetningar. Taka eigi þátt í umræðum um bólusetningar með yfirveguðum hætti. „Við höfum reynt að svara á opinberum vettvangi þegar kemur svona ágreiningur. Höfum gert það í fjölmiðlum og annars staðar. Álit og stuðningur fólks hér á landi er hins vegar mjög mikill. Þannig að þetta er lítill hópur en hann getur verið hávær. Ég held maður eigi ekki að vera með mikinn ofstopa gagnvart þessu fólki. Maður á að reyna að hlusta og taka þátt í rökræðum, ekki ganga fram með einhverju offorsi og vera í eilífu stríði,“ sagði hann.„Maður á að reyna að hlusta og taka þátt í rökræðum, ekki ganga fram með einhverju offorsi og vera í eilífu stríði,“ sagði Þórólfur Guðnason.vísirÞórólfur fór yfir þátttöku í bólusetningum hér á landi. Hún er nokkuð góð, eða um 90-95 prósent. Þátttaka er svipuð í Norðurlöndunum en er best í Noregi og Svíþjóð, næst kemur Ísland og svo Danmörk. Ekki fengust tölur frá Finnlandi. Ísland skipar þó fyrsta sæti þegar kemur að HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini. „Varðandi HPV þá erum við um og yfir 90 prósent, sem er mjög gott. Engin þjóð státar af eins góðri þátttöku og við og verður væntanlega betri þegar búið er að fækka HPV sprautum úr þremur í tvær. Bandaríkin eru til dæmis með um 50 prósent þátttöku.“Gera megi betur Þá segir hann að þrátt fyrir að landsmenn standi sig vel í bólusetningum, þá megi gera betur. Jafnframt þurfi að bæta innköllunarkerfið. „Þátttaka hér er viðunandi en við gætum staðið okkur betur við tólf mánaða, átján mánaða og fjögurra ára bólusetningu. Ég held að ástæðan fyrir því að þetta dettur niður á þessum tíma sé sú að börn eru oft veik á þessum aldri og komast ekki í bólusetninguna, og detta þannig út úr kerfinu. Það er ekkert sjálfvirkt kerfi sem rauðflaggar þessi börn þannig að þau geta gleymst.“„Afstaða til bólusetninga á íslandi er mjög jákvæð. Það virðist sem menntun, upplýsingar og fræðsla geti skipt máli og þar held ég að við sem heilbrigðisstarfsfólk gegnum lykilhlutverki,“ sagði Ýmir Óskarsson.vísirAfstaða Íslendinga jákvæð Ýmir Óskarsson læknanemi hélt jafnframt erindi út frá rannsókn sem hann vann við gerð BS-verkefnis síns árið 2014. Þar kannaði hann afstöðu Íslendinga til bólusetninga barna, en meginniðurstöður rannsókarinnar leiddu í ljós að yfir 95 prósent þátttakenda voru mjög eða frekar hlynntir bólusetningu barna. Einungis eitt prósent sögðust andvígir þessum forvörnum, en rannsóknin náði til um fimm þúsund þátttakenda. Þá voru þeir sem höfðu meiri menntun og hærri tekjur líklegri til að vera hlynntir bólusetningum, en þeir sem ómenntaðir eru eða með lægri tekjur. Ýmir sagði rannsóknir á borð við þessa mikilvæga svo heilbrigðisstarfsfólk skilji áhyggjur og efasemdir foreldra. „Þannig er hægt að ávarpa þau á áhrifaríkan hátt. Það er mikilvægt að þekkja afstöðu fólks til bólusetninga til að vita hvaða þættir kynnu að hafa áhrif á þessa niðurstöðu,“ sagði hann. „Afstaða til bólusetninga á íslandi er mjög jákvæð. Það virðist sem menntun, upplýsingar og fræðsla geti skipt máli og þar held ég að við sem heilbrigðisstarfsfólk gegnum lykilhlutverki.“
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira