Innlent

Gerir ekki athugasemdir við yfirlýsingar Ólafs Ragnars

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að forseta Íslands sé frjálst að opinbera sínar skoðanir í erlendum fjölmiðlum jafnvel þótt þær séu að mörgu leyti á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda.

Ófá viðtöl við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa birst í erlendum fjölmiðlum að undanförnu. Forsetinn sagði meðal annars í viðtali við Reuters fréttastofuna í nóvember að evran væri ekki lengur aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og vísaði í því samhengi til Írlands og Grikklands.

Í viðtali við Bloomberg fréttastofuna nýlega útilokaði forseti ekki aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, gagnrýndi þessi ummæli í blaðagrein í vikunni og sagði að forsetinn hefði með þessu afnumið þingræði í Icesave-málinu.

Í nýjasta viðtalinu við fjármálaritið The Banker segir Ólafur að Íslendingar þurfi ekki á erlendu fjármagni að halda til stíga upp úr kreppunhni. Hann gagnrýnir ennfremur bresk og hollensk stjórnvöld og talar lofsamlega um utanríkisstefnu Kínverja.

Aðspurður segist Össur Skarphéðinssin, utanríkisráðherra, ekki telja að forsetinn sé með sína eigin utanríkisstefnu. „Forsetinn hefur vitaskuld frelsi til að tjá sig og þetta viðtal sem þú vísar í morgun er í samræmi við margt sem að íslenskur almenningur er að segja og upplifa. Þannig að ég held að hann sé ekki að tala úr neinum takti við Íslendinga."

Össur segist ekki þó ekki vera allta sammála forseta en gerir þó ekki athugasemdir við yfirlýsingar hans í erlendum fjölmiðlum.

„Það þvælist ekki fyrir utanríkisráðherra þó að forseti Íslands hafi skoðanir á málunum. Ef það er einhver Íslendingur sem hefur getið sér orð fyrir það að hafa sterkar skoðanir í gegnum tíðina þá er það nú einmitt forsetinn," segir Össur.


Tengdar fréttir

Segir forsetann tala fyrir einangrun

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns.“

Ólafur Ragnar: Þurfum ekki erlent fjármagn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið ofhitnaði og hrundi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×