Lífið

Gerir nýtt hjólabrettamyndband vikulega

Plötusnúðurinn Addi Intro, eða Introbeats, hefur verið áberandi í íslenskri hip hop tónlist í fjöldamörg ár, meðal annars með hljómsveitinni Forgotten Lores.

Addi hefur einnig stundað hjólabretti í fjöldamörg ár og er öllum hnútum kunnugur í íslenskri hjólabrettamenningu. Í vetur byrjaði hann að gera vikuleg myndbönd sem hann kallar First Try Fail Mondays. Þar tekur hann hús á fremstu hjólabrettamönnum landsins og setur verkefni fyrir þá sem þeir verða að leysa á staðnum.

„Í nokkur ár hafa verið gerð myndbönd sem kallast First Try Fridays þar sem atvinnumenn á hjólabrettum sýna listir sínar. Þau eru tekin upp á föstudögum og oftar en ekki negla þessir gaurar allt í fyrstu tilraun. Þeir sem ég fæ til mín eru auðvitað ekki atvinnumenn og þetta tekst sjaldnast í fyrstu tilraun. Auk þess tökum við upp á mánudögum. Þess vegna köllum við þetta First Try Fail Mondays," segir Addi.

Addi sýnir myndböndin sín meðal annars hér á Vísi. Í hverri viku kemur nýtt myndband sem hægt er að nálgast flokknum Lífið á Vísir Sjónvarp. Hér fyrir ofan er fyrsta myndbandið sem hann sendir okkur en þar fær hann Ómar Svan í heimsókn til sín. Einnig er hægt að skoða myndböndin á Vimeo-síðu Introbeats.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.