Enski boltinn

Gerrard: Liverpool getur enn náð fjórða sætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, heldur enn í vonina um að Liverpool geti náð fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að Liverpool sé tíu stigum á eftir Arsenal.

„Við verðum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá síðan hvert það skilar okkur. Við munum ekki gefa upp vonina um að að komast í Meistaradeildina fyrr en að við ekki lengur tölfræðilega möguleika á því," sagði Steven Gerrard.

„Það er einhverjir að tala um heppni og að hlutirnir séu ekki að falla með okkur. Við verðum að taka sjálfir ábyrgðina á því að koma boltanum í markið og við gerðum það á móti Everton," sagði Steven Gerrard sem skoraði öll þrjú mörk Liverpool í umræddum 3-0 sigri á Everton.

„Við höfum verið að spila vel og liðið og hópurinn er á réttri leið. En á meðan að við komum boltanum ekki í markið hjá mótherjunum þá verður við ekki ofar en sjötta eða sjöunda sæti og það er eitthvað sem við viljum ekki," sagði Gerrard.

„Það er gaman að skora þrennu en ég er ekki á eftir persónulegum markmiðum. Það sem er mikilvægt fyrir mig er að komast ofar í deildinni og halda áfram leið okkar á Wembley í ensku bikarkeppninni," sagði Gerrard.

Liverpool fær tækifæri til að fylgja á eftir sigrinum á Everton þegar liðið mætir Stoke í átta liða úrslitum enska bikarsins um helgina.

„Þetta er stór leikur fyrir okkur og við verðum að líta á þennan leik eins og um bikarúrslitaleik væri að ræða. Við verðum að ná góðum leik ef við ætlum að komast aftur á Wembley. Það væri mikið afrek að komast tvisvar á wembley á þessu tímabili," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×