Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 14:58 Tómas Guðbjartsson og Andemaryan Beyene. vísir/vilhelm Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24