Erlent

Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband

Gervihnötturinn UARS
Gervihnötturinn UARS Mynd/Wikipedia.
Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni  þann 24. september næstkomandi.

Hnötturinn er sex tonn að þyngd og var skotið út í geiminn árið 1991. Tilgangur hans var að fylgjast með ósonlagi jarðar og veðrabreytingum.

Vísindamenn hafa fylgst náið með falli gervihnattarins sem er að falla til jarðar mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki er ljóst hvar hann mun lenda, en líklega verður það  á norðurhveli jarðar.

Ekki eru taldar miklar líkur á því að hnötturinn muni ógna lífi. Þannig hafa vísindamenn reiknað út að líkurnar eru einn á móti þrjú þúsund og tvö hundruð að hnötturinn lendi á byggð eða ógni líf með öðrum hætti. Það er þó meiri líkur en bandaríska geimferðastofnunin vildi sjá; eða einn á móti tíu þúsund.

Gervihnötturinn, sem heitir UARS, er einn stærsti gervihnöttur sem hefur fallið til jarðar. Sá stærsti féll til jarðar árið 1979 og var fimmtán sinnum þyngri.

Þess má geta að enginn hefur nokkurntímann slasast eða látið lífið af því að fá gervihnött í sig.

Hægt er að nálgast myndbandið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×