Lífið

Gestir skreyta Amtsbókasafnið

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýningin byggir á þátttöku gesta og breytist dag frá degi.
Sýningin byggir á þátttöku gesta og breytist dag frá degi.
Gestir Amtsbókasafnsins á Akureyri setjast nú við 90 metra langan pappírsrenning og skreyta hann að vild. Renningurinn er hluti af sýningu sem byggir á Nálu riddarasögu eftir Evu Þengilsdóttur og opnaði fyrir helgi.

Samkvæmt tilkynningu frá bókasafninu er fleira sem kallar á virkni gesta og byggir sýningin á þátttöku þeirra. Hún breytist því dag frá degi.

Hún var fyrst sett upp í Þjóðminjasafninu í janúar og er nú komin á ferð um landið. Síðast var hún í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem hátt í 3000 manns sáu hana í maí og júní.

Sýningin Nála stendur út október og er öllum opin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.