Getum við náð góðum samningi við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 29. júní 2011 07:00 Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Schengen náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samningsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðningi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðlabanka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til. Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar. Krafan um betra aðgengi að ákvarðanatöku innan Schengen náði einnig fram að ganga. Þetta gerðist hins vegar ekki átakalaust. Það sýnir okkur hvers við erum megnug, hvers lítil þjóð er megnug, þegar hún hefur skýr samningsmarkmið og stendur fast á sínu. Þetta sýnir einnig að ríki Evrópu taka fullt tillit til hagsmuna okkar eins og á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau reyna að sjálfsögðu að tryggja eigin hagsmuni í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Setji íslensk stjórnvöld hins vegar fram skýr samningsmarkmið og fylgi þeim eftir með góðum rökstuðningi er leiðin greið. Þetta á við um atriði eins og mikilvægi íslensks sjávarútvegs, eflingu byggðar og stuðning Seðlabanka Evrópu við íslensku krónuna áður en tekin verður upp evra. Við höfum söguna með okkur. Nú reynir á samninganefnd Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar