Gift til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara Magnús Halldórsson skrifar 27. janúar 2012 18:33 Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú hvort Gift fjárfestingafélag hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá Kaupþingi fyrir hrun, en félagið var meðal stærstu hluthafa bankans. Rannsókn starfsmanna endurskoðunarfyrirtækisins PWC er meðal þeirra gagna sem liggja til grundvallar í málinu. Fjárfestingafélagið Gift, sem stofnað var um skuldbindingar Samvinnutrygginga um mitt ár 2007, er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, og þá einkum hlutabréfaviðskipti félagsins síðasta árið fyrir hrun bankans. Í skýrslu sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins PWC unnu fyrir slitastjórn Kaupþings var farið rækilega yfir ýmsa þætti í starfsemi félagins, en þau gögn sem slitastjórn lét taka saman eru komin í hendur sérstaks saksóknara. Þar á meðal eru viðskiptagjörningar síðasta árið fyrir hrun Kaupþings, en hagsmunir Giftar voru samtvinnaðir bankanum með ýmsum hætti. Þannig var Gift meðal stærstu hluthafa Kaupþings við fall hans með 3,4 prósent hlut og meðal stærstu eigenda Exista, sem átti fjórðungs hlut í Kaupþingi, sem jafnframt var stærsti viðskiptabanki Giftar. Þegar best lét, á árinu 2007, var félagið með bókfært eigið fé upp ár rúmlega 30 milljarða króna, skuldir upp á um 30 milljarða og eignir upp á ríflega 60 milljarða. Í skýrslu PWC er meðal annars fjallað um fyrirgreiðslu sem Gift fékk á árinu 2008, þegar Glitnir, Landsbankinn og SPRON gjaldfelldu lán Giftar. Þá kom Kaupþing félaginu ítrekað til bjargar, með viðbótarlánum, þrátt fyrir að félagið hafi verið illa statt fjárhagslega, og með neikvæða eiginfjárfstöðu. Síðasta fyrirgreiðslan af þessu tagi átti sér stað í september 2008. Í skýrslu PWC er meðal annars farið ítarlega í gegnum tölvupósta yfirmanna í Kaupþingi, þeirra Bjarka Diego, fyrrum framkvæmdastjóra útlána, Ingólfs Helgasonar, fyrrum forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Hreiðars Más Sigurðasonar, fyrrum forstjóra Kaupþings. Var það gert til þess að reyna að varpa ljósi á aðgerðir sem gripið var til frá haustmánuðum 2007 og fram að hruni bankans í október 2008. Gift fór illa út úr hruninu, en skuldir félagsins ruku upp við gengisfallið á meðan næstum allar eignir félagsins urðu að engu. Þannig var eigið fé félagsins neikvætt um nærri sextíu milljarða eftir hrunið. Eigendur félagsins, sem í reynd eru fyrrum tryggingartakar hjá Samvinnutryggingum, töpuðu þar með öllu sínu. Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú hvort Gift fjárfestingafélag hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá Kaupþingi fyrir hrun, en félagið var meðal stærstu hluthafa bankans. Rannsókn starfsmanna endurskoðunarfyrirtækisins PWC er meðal þeirra gagna sem liggja til grundvallar í málinu. Fjárfestingafélagið Gift, sem stofnað var um skuldbindingar Samvinnutrygginga um mitt ár 2007, er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, og þá einkum hlutabréfaviðskipti félagsins síðasta árið fyrir hrun bankans. Í skýrslu sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins PWC unnu fyrir slitastjórn Kaupþings var farið rækilega yfir ýmsa þætti í starfsemi félagins, en þau gögn sem slitastjórn lét taka saman eru komin í hendur sérstaks saksóknara. Þar á meðal eru viðskiptagjörningar síðasta árið fyrir hrun Kaupþings, en hagsmunir Giftar voru samtvinnaðir bankanum með ýmsum hætti. Þannig var Gift meðal stærstu hluthafa Kaupþings við fall hans með 3,4 prósent hlut og meðal stærstu eigenda Exista, sem átti fjórðungs hlut í Kaupþingi, sem jafnframt var stærsti viðskiptabanki Giftar. Þegar best lét, á árinu 2007, var félagið með bókfært eigið fé upp ár rúmlega 30 milljarða króna, skuldir upp á um 30 milljarða og eignir upp á ríflega 60 milljarða. Í skýrslu PWC er meðal annars fjallað um fyrirgreiðslu sem Gift fékk á árinu 2008, þegar Glitnir, Landsbankinn og SPRON gjaldfelldu lán Giftar. Þá kom Kaupþing félaginu ítrekað til bjargar, með viðbótarlánum, þrátt fyrir að félagið hafi verið illa statt fjárhagslega, og með neikvæða eiginfjárfstöðu. Síðasta fyrirgreiðslan af þessu tagi átti sér stað í september 2008. Í skýrslu PWC er meðal annars farið ítarlega í gegnum tölvupósta yfirmanna í Kaupþingi, þeirra Bjarka Diego, fyrrum framkvæmdastjóra útlána, Ingólfs Helgasonar, fyrrum forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Hreiðars Más Sigurðasonar, fyrrum forstjóra Kaupþings. Var það gert til þess að reyna að varpa ljósi á aðgerðir sem gripið var til frá haustmánuðum 2007 og fram að hruni bankans í október 2008. Gift fór illa út úr hruninu, en skuldir félagsins ruku upp við gengisfallið á meðan næstum allar eignir félagsins urðu að engu. Þannig var eigið fé félagsins neikvætt um nærri sextíu milljarða eftir hrunið. Eigendur félagsins, sem í reynd eru fyrrum tryggingartakar hjá Samvinnutryggingum, töpuðu þar með öllu sínu.
Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira