Erlent

Gjá undir Suðurskautslandinu varpar ljósi á hækkun sjávarborðs

mynd/NASA
Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað 1.5 kílómetra djúpa gjá undir Suðurskautslandinu. Grunur leikur á að gjáin stuðli að bráðnun íshellunnar sem og hækkandi yfirborðs sjávar.

Gjáin er tíu kílómetra breið og rúmlega 100 kílómetra löng. Hún er því á stærð við Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum.

Greint er frá uppgötvuninni í vísindatímaritinu Nature. Þar kemur fram að vísindamenn hafi löngum átt erfitt með að áætla bráðnun íshellunnar á Suðurskautslandinu.

Þessi nýja uppgötvun varpar hins vegar ljósi á bráðnunina. Þannig áætla vísindamennirnir að um 10 prósent þeirrar hækkunar sem orðið hefur á yfirborði sjávar megi rekja til gjárinnar.

Þá telja vísindamenn að uppgötvunin og áframhaldandi rannsóknir á landslaginu undir vesturhluta Suðurskautslandsins eigi eftir að gefa vísbendingar um þær breytingar sem fylgja loftslagsbreytingum.

Hægt er að nálgast umfjöllun Science Daily um fyrirbærið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×