Erlent

Gjá undir Suðurskautslandinu varpar ljósi á hækkun sjávarborðs

mynd/NASA
Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað 1.5 kílómetra djúpa gjá undir Suðurskautslandinu. Grunur leikur á að gjáin stuðli að bráðnun íshellunnar sem og hækkandi yfirborðs sjávar.

Gjáin er tíu kílómetra breið og rúmlega 100 kílómetra löng. Hún er því á stærð við Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum.

Greint er frá uppgötvuninni í vísindatímaritinu Nature. Þar kemur fram að vísindamenn hafi löngum átt erfitt með að áætla bráðnun íshellunnar á Suðurskautslandinu.

Þessi nýja uppgötvun varpar hins vegar ljósi á bráðnunina. Þannig áætla vísindamennirnir að um 10 prósent þeirrar hækkunar sem orðið hefur á yfirborði sjávar megi rekja til gjárinnar.

Þá telja vísindamenn að uppgötvunin og áframhaldandi rannsóknir á landslaginu undir vesturhluta Suðurskautslandsins eigi eftir að gefa vísbendingar um þær breytingar sem fylgja loftslagsbreytingum.

Hægt er að nálgast umfjöllun Science Daily um fyrirbærið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×