Viðskipti innlent

Gjaldþrotamet hjá íslenskum fyrirtækjum

101 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2010, samanborið við 81 fyrirtæki í desember 2009, sem jafngildir tæplega 25% aukningu milli ára. Þegar fyrirtækin eru flokkuð eftir atvinnugreinum eru flest gjaldþrotin í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð.

Árið 2010 var heildarfjöldi gjaldþrota því 978 samanborið við 910 gjaldþrot árið 2009 sem jafngildir tæplega 7,5% aukningu milli ára. Flest gjaldþrot á árinu 2010 voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Fjöldi gjaldþrota á árinu 2009 var metfjöldi og því er ljóst að nýtt met í gjaldþrotum á einu ári hefur verið slegið.

Gríðarleg fækkun nýskráninga

Í desember 2010 voru skráð 144 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 264 einkahlutafélög í desember 2009, sem jafngildir tæplega 45,5% fækkun milli ára. Eftir flokkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Fasteignaviðskipti.

Árið 2010 var heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga því 1.627 samanborið við 2.623 nýskráningar árið 2009 sem jafngildir tæplega 38% fækkun milli ára. Flestar nýskráningar á árinu 2010 voru í flokknum Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.






Tengdar fréttir

Íslenskt gjaldþrotamet líklega slegið á fimmtudag

Á fimmtudaginn birtir Hagstofan tölur um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja í desember 2010 og þá verður ljóst hvort að nýtt met verður slegið í fjölda gjaldþrota á nýliðnu ári. Því miður er útlit fyrir að svo verði, en fyrstu 11 mánuði síðasta árs voru 877 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota sem er aukning um 5,8% á milli ára.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×