Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. október 2015 07:00 "Innan girðingar var jafn mikil lúpína einsog utan hennar en með því að beita snemmsumars þegar hún er í vexti þá er hægt að halda henni niðri og sauðfé virðist sólgið í nýgræðinginn,“ lýsir Valur Þór Hilmarsson meðfylgjandi mynd. Mynd/Valur Þór „Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira
„Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira