Innlent

Gleðigangan endurspeglar þjóðfélagsumræðuna: „Þetta er bara ævintýri líkast“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stór hluti íslensku þjóðarinnar tók þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í dag, Eva María var ánægð með þáttökuna.
Stór hluti íslensku þjóðarinnar tók þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í dag, Eva María var ánægð með þáttökuna. VÍSIR/VILHELM
Um nítíu þúsund manns tóku þátt í hinni árlegu gleðigöngu í miðborg Reykjavíkur í dag. Formaður Hinsegin daga segir gönguna endurspegla þjóðfélagsumræðuma ár hvert. 

Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í sextánda sinn í ár en um þrjátíu vagnar voru í skrúðgöngunni að þessu sinni. Starfsfólk bandarísku og kanadísku sendiráðanna á Íslandi voru meðal þeirra sem tóku þátt auk þess sem borgarstjórnin lét sig að ekki vanta.

Tugþúsundir fylgdust með göngunni og tóku þannig þátt með beinum eða óbeinum hætti. 

Að göngu lokinni tók svo við tónlistar og skemmtidagskrá við Arnarhól, þar sem landsþekkt tónlistarfólk steig á stokk, auk þess sem Hörður Torfason flutti hátíðarræðu.

Formaður Hinsegin daga, Eva María Lange, var að vonum ánægð með daginn.

„Þetta er bara ævintýri líkast. Það sem er svo frábært og sérstakt við Gleðigönguna er að hún breytist alltaf ár frá ári, við vitum aldrei fyrirfram hvernig andinn yfir göngunni verður. Hún endurspeglar þjóðfélagsumræðuna hverju sinni,“ segir Eva. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×