Gleðileg jól í ljósadýrð Ritstjórn skrifar 24. desember 2016 18:15 Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn, segir Kári Fannar Lárusson sigurvegari í jólaljósmyndakeppninni. Myndin sýnir miðbæ Akureyrar þegar kveikt var á ljósum jólatrés á torginu. mynd/kári fannar lárusson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir Jólafréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Öflug skjálftahrina á Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir
Jólafréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Öflug skjálftahrina á Reykjanesskaga Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Sjá meira