Gleðilegt sumar Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 24. apríl 2014 07:00 Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar. Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjölskyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars. Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvægara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til framtíðar. Við getum tekist á um einstaka dægurmál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð. Í dag er því við hæfi að taka sameiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrirheitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. Gleðilegt sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar. Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjölskyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars. Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvægara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til framtíðar. Við getum tekist á um einstaka dægurmál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð. Í dag er því við hæfi að taka sameiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrirheitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. Gleðilegt sumar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar