Gleðilegt sumar Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 24. apríl 2014 07:00 Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar. Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjölskyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars. Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvægara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til framtíðar. Við getum tekist á um einstaka dægurmál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð. Í dag er því við hæfi að taka sameiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrirheitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. Gleðilegt sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar. Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjölskyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars. Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvægara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til framtíðar. Við getum tekist á um einstaka dægurmál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð. Í dag er því við hæfi að taka sameiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrirheitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. Gleðilegt sumar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar