Gleymir aldrei þeim níu sem voru myrtir Snærós Sindradóttir skrifar 13. ágúst 2015 08:00 Þúsundir þýskra mótmælenda tóku á móti Mavi Marmara þegar það kom aftur til Tyrklands eftir margra mánaða bið í Ísrael. Fréttablaðið/EPA „Ég má ekki koma til Ísraels í tíu ár. En ég veit ekki hvort þeir munu nokkurn tíma hleypa mér inn,“ segir Annette Groth, þýskur þingmaður Die Linke, sem er stödd hér á landi og hélt erindi í gær á vegum félagsins Ísland-Palestína. Tilefnið var að í maí voru fimm ár liðin frá því að ísraelskar sérsveitir hertóku hjálparskipið Mavi Marmara sem var á leið með nauðsynjar og hjálparstarfsmenn til Gasasvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs. Skipið var hluti af stærri flota hjálparskipa sem lögðu af stað frá Grikklandi og Svíþjóð. „Ég var fyrst á annarri af tveimur snekkjum sem sigldu undir bandarískum fána frá Krít á Grikklandi. Þegar við lögðum af stað varð fljótt ljóst að það hafði verið unnið skemmdarverk á stýribúnaði annars bátsins svo hann þurfti frá að hverfa til Kýpur. Nokkru seinna kom í ljós að stýribúnaðurinn á bátnum sem ég var á var líka ónýtur.“ Annette segist halda að ísraelska leyniþjónustan hafi skipulagt skemmdarverkin á bátunum. Það hafi þó ekki verið rannsakað. „Þegar við vorum komin til Kýpur treysti ég ekki bátnum. Ég og hinir þrír Þjóðverjarnir fórum fram á að vera flutt á Mavi Marmara, sem var stærsta skip sendifararinnar.“ Eftir þrálátar beiðnir var orðið við óskum Þjóðverjanna. „Andrúmsloftið á Mavi Marmara var frábært. Fullt af blaðamönnum og Al Jazeera var með útsendingu allan sólarhringinn. Það var eins og það væri partí allan daginn.“ Það var svo um tvö að nóttu þann 31. maí að gríðarlegur hávaði heyrðist niður í svefnrými skipsins og taugaóstyrk rödd skipstjórans barst um kallkerfið. „Hann sagði að ísraelski herinn væri búinn að umkringja okkur. Við ættum að halda kyrru fyrir.“Þingkona Annette Groth hefur verið þingkona í Þýskalandi síðan 2009. Hún hefur einnig starfað hjá Flóttamannastofnun SÞ.Fréttablaðið/Anton BrinkÍsraelsk sérsveit hafði umkringt skipið á smærri bátum en einnig sigu hermenn úr þyrlum. Skothríð hófst samstundis með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið og margir slösuðust alvarlega. „Sá tíundi lést á síðasta ári. Hann hafði verið í dái alveg síðan árásin varð,“ segir Annette. „Það sem sló mig mest og ég mun aldrei gleyma var að við vorum handjárnuð. Þeir tóku allt af okkur. Seinna fundum við blað með upplýsingum um þá farþega sem mikilvægast var að ná. Það var mynd af mér á því blaði.“ Fleiri þekktir einstaklingar voru um borð í bátnum, meðal annars annar þýskur þingmaður og sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell, sem er þekktastur fyrir bækurnar um Kurt Wallander. Skipverjar voru fluttir til yfirheyrslu í ísraelskum herbúðum. Annette lýsir því hvernig hátt í sjö hundruð yfirheyrslutjöldum var komið fyrir inni í byggingunni. „Þeir reistu heila borg fyrir okkur.“ Sólarhring eftir að hafa verið handtekin var Annette látin laus ásamt nokkrum öðrum Þjóðverjum. Flogið var með hana heim til Þýskalands. Annette hefur áfram tekið þátt í baráttunni gegn aðgerðum Ísraels. Hún segir að frjálslyndir Ísraelsmenn hafi leitað til sín því almenningsálitið í Ísrael, undir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, hafi breyst mjög og sé orðið mjög andvígt frjálslyndum, vinstrisinnuðum gyðingum. Annette vill meðal annars að samstarfssamningi Ísraels og Evrópusambandsins verði rift. „Ég trúi því að án mjög þungra efnahagsþvingana muni ekkert breytast.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Ég má ekki koma til Ísraels í tíu ár. En ég veit ekki hvort þeir munu nokkurn tíma hleypa mér inn,“ segir Annette Groth, þýskur þingmaður Die Linke, sem er stödd hér á landi og hélt erindi í gær á vegum félagsins Ísland-Palestína. Tilefnið var að í maí voru fimm ár liðin frá því að ísraelskar sérsveitir hertóku hjálparskipið Mavi Marmara sem var á leið með nauðsynjar og hjálparstarfsmenn til Gasasvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs. Skipið var hluti af stærri flota hjálparskipa sem lögðu af stað frá Grikklandi og Svíþjóð. „Ég var fyrst á annarri af tveimur snekkjum sem sigldu undir bandarískum fána frá Krít á Grikklandi. Þegar við lögðum af stað varð fljótt ljóst að það hafði verið unnið skemmdarverk á stýribúnaði annars bátsins svo hann þurfti frá að hverfa til Kýpur. Nokkru seinna kom í ljós að stýribúnaðurinn á bátnum sem ég var á var líka ónýtur.“ Annette segist halda að ísraelska leyniþjónustan hafi skipulagt skemmdarverkin á bátunum. Það hafi þó ekki verið rannsakað. „Þegar við vorum komin til Kýpur treysti ég ekki bátnum. Ég og hinir þrír Þjóðverjarnir fórum fram á að vera flutt á Mavi Marmara, sem var stærsta skip sendifararinnar.“ Eftir þrálátar beiðnir var orðið við óskum Þjóðverjanna. „Andrúmsloftið á Mavi Marmara var frábært. Fullt af blaðamönnum og Al Jazeera var með útsendingu allan sólarhringinn. Það var eins og það væri partí allan daginn.“ Það var svo um tvö að nóttu þann 31. maí að gríðarlegur hávaði heyrðist niður í svefnrými skipsins og taugaóstyrk rödd skipstjórans barst um kallkerfið. „Hann sagði að ísraelski herinn væri búinn að umkringja okkur. Við ættum að halda kyrru fyrir.“Þingkona Annette Groth hefur verið þingkona í Þýskalandi síðan 2009. Hún hefur einnig starfað hjá Flóttamannastofnun SÞ.Fréttablaðið/Anton BrinkÍsraelsk sérsveit hafði umkringt skipið á smærri bátum en einnig sigu hermenn úr þyrlum. Skothríð hófst samstundis með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið og margir slösuðust alvarlega. „Sá tíundi lést á síðasta ári. Hann hafði verið í dái alveg síðan árásin varð,“ segir Annette. „Það sem sló mig mest og ég mun aldrei gleyma var að við vorum handjárnuð. Þeir tóku allt af okkur. Seinna fundum við blað með upplýsingum um þá farþega sem mikilvægast var að ná. Það var mynd af mér á því blaði.“ Fleiri þekktir einstaklingar voru um borð í bátnum, meðal annars annar þýskur þingmaður og sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell, sem er þekktastur fyrir bækurnar um Kurt Wallander. Skipverjar voru fluttir til yfirheyrslu í ísraelskum herbúðum. Annette lýsir því hvernig hátt í sjö hundruð yfirheyrslutjöldum var komið fyrir inni í byggingunni. „Þeir reistu heila borg fyrir okkur.“ Sólarhring eftir að hafa verið handtekin var Annette látin laus ásamt nokkrum öðrum Þjóðverjum. Flogið var með hana heim til Þýskalands. Annette hefur áfram tekið þátt í baráttunni gegn aðgerðum Ísraels. Hún segir að frjálslyndir Ísraelsmenn hafi leitað til sín því almenningsálitið í Ísrael, undir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, hafi breyst mjög og sé orðið mjög andvígt frjálslyndum, vinstrisinnuðum gyðingum. Annette vill meðal annars að samstarfssamningi Ísraels og Evrópusambandsins verði rift. „Ég trúi því að án mjög þungra efnahagsþvingana muni ekkert breytast.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira