Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar 1. febrúar 2012 05:00 Rannsóknarmenn bora í Hvítárvatn í Langjökli. Mynd/Áslaug Geirdóttir Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira