Gömlu leiktjöldin dregin frá Arnar G. Hjaltalín skrifar 14. janúar 2014 07:00 Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast aðilar nýgerðs kjarasamnings við að dusta rykið af gömlu leiktjöldunum sem sett hafa verið upp við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Leiktjöld sem reyndar gleymdist eitt andartak að draga frá áður en blekið var þornað á nýundirskrifuðum samningum. Hækkanir eru þegar byrjaðar að skella á okkur af fullum þunga. Hver kannast ekki við orðaleppana „stöðugt verðlag, aukinn kaupmáttur, axla ábyrgð“ og svo mætti lengi telja. Sannleikurinn er sá að einu sem axla ábyrgðina eru þeir sem minnst hafa úr að spila í þjóðfélaginu. Við skulum ekki gleyma árangri síðustu þjóðarsáttar sem sést á meðfylgjandi súluriti. Þar sést að laun og þá kaupmáttur er minnstur á Íslandi af öllum löndum í vestan- og norðanverðri Evrópu:Nú ætla „góðu“ fyrirtækin að draga hækkanir til baka og jafnvel lækka vöruverð á sumum innfluttum vörum. Þau áttu að vera búin að lækka verð fyrir löngu, því krónan hefur styrkst afar mikið á undanförnum mánuðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti.Sumir forhertir aðrir tannlausir Önnur fyrirtæki og ríkið sýna sitt rétta andlit, sum forherðast bara og neita að draga hækkanir til baka, og svo eru aðilar líka að setja skilyrði fyrir að draga hækkanir til baka. Notað er sem afsökun fyrir allt að 7% hækkun vöruverðs að innkaupsverð hafi hækkað svo mikið! En þau rök eru ekki sögð duga heimilunum í landinu, innkaupsverð nauðsynja þeirra hafa hækkað afar mikið og sumt mun meira en þessi 7%, svo ekki sé talað um leiguverð, afborganir lána og annað sem til fellur. En það er greinilega ekki sama hvort það er almenningur sem á í hlut eða þeir sem auðinn eiga fyrir, alltaf skulu hagsmunir almennings víkja. Ekki nema von að ástandið sé orðið svona, launþegahreyfingin hefur ekki sýnt tennurnar í áratugi, mætti halda að hún væri orðin tannlaus. Enda hafa rúm 30% þjóðarinnar ekki efni á að leita sér læknis og tannlæknir er munaður handan sjóndeildarhringsins fyrir það fólk.Hvað tekur nú við? Af reynslu samninga undanfarinna ára þá mun eftirfarandi gerast fljótlega verði samningurinn samþykktur: Kjararáð úrskurðar alþingismönnum, ráðherrum og öðru hálaunafólki 10-20% launahækkanir. Kennarar og háskólamenntað fólk í vinnu hjá ríkinu mun fá sínar sanngjörnu hækkanir, en þær verða tugum prósenta yfir okkar. Heimsmarkaðsverð á ýmsum vörum mun hækka sem leiðir til „óhjákvæmilegrar hækkunar“ á vörum og þjónustu. En við verðum föst inni okkar samningi í eitt ár og búið að gefa út veiðileyfi á peningaveskin okkar, því búið verður að draga leiktjöldin fyrir.Hjarðhegðunin Þrátt fyrir að aðilar samningsins hafi vitað að eigin sögn að verðlagsforsendur myndu ekki standast eins og lagt var upp í samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þeir sem minnst hafa fyrir, fái minnst út úr samningnum var skrifað undir. Þrátt fyrir að þetta þýði áfram aukið launamisrétti milli karla og kvenna var samt skrifað undir. Það fór í gang gamalkunnug hjarðhegðun hjá aðilum vinnumarkaðarins sem tryggir að við munum halda áfram að verða með einna lægstu laun í Evrópu hér á Íslandi. En þeir sem taka sig út úr hjörðinni og segja sannleikann eru kallaðir lýðskrumarar. Það er aðeins ein leið til að fyrirbyggja þetta. Sýna ábyrga afstöðu og fella samninginn.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun