Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Frosti Hrannarsson æfði sig á jafnvægishjólinu sínu á göngustíg við Norðurströnd. Honum var ansi brugðið þegar hjólreiðamaður straukst við hann á miklum hraða. „Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira