Google hefur fengið 158 beiðnir frá Íslandi um „að gleymast“ ingvar haraldsson skrifar 9. febrúar 2015 09:51 Google hefur hafnað 72,9 prósent beiðnanna frá Íslandi. vísir/ap Google hefur fengið 158 beiðnir frá Íslandi um að fjarlægja 465 tengla úr niðurstöðum leitarvélar fyrirtækisins. Beiðnirnar koma í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg gegn Google frá því í maí á síðasta ári. Mannréttindadómstólinn féllst þá á kröfu Spánverjans Mario Costeja González um að Google fjarlægði upplýsingar úr leitarvélinni um að uppboð hefði farið fram á heimili hans árið 1998. Síðan þá hafa einstaklingar geta krafist þess að Google eyddi persónulegum gögnum um þá sem leitarvélin hafði safnað.Google hefur samþykkt 27,1 prósent beiðnanna frá Íslandi og fjarlægt 108 tengla. Google hefur hafnað að fjarlægja 72,9 prósent tenglanna, alls 291 tengli. Þó er bent á í gegnsæisskýrslu Google að fyrirtækinu gætu hafa borist fleiri beiðnir sem enn á eftir að taka afstöðu til. Flestar beiðnir komið frá Frakklandi Í heild hefur Google tekið afstöðu til 213.760 beiðna um að fjarlægja 772.107 tengla síðan dómurinn féll. Þar af hefur Google hafnað að fjarlægja 59,7 prósent tenglanna en samþykkt að fjarlægja 40,3 prósent þeirra. Flestar beiðnirnar hafa komið frá Frakklandi. Þar hefur verið farið fram á í 43.288 beiðnum að 144.358 tenglum verði eytt. Google hefur samþykkt að eyða tæplega helming tenglanna eða 48,3 prósent.Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega hermt að dómurinn gegn Google hefði fallið í Mannréttindadómstól Evrópu en ekki í Evrópudómstólnum í Lúxemborg. Á því er beðist afsökunar. Tengdar fréttir Það vinsælasta hjá Google árið 2014 Gífurlega margir leituðu svara við spurningunum af hverju hundar éta gras og hvernig eigi að klæðast trefli. 16. desember 2014 15:07 Google afhenti tölvupósta starfsmanna Wikileaks: „Réttarfarslegur skandall“ Kristinn Hrafnsson segist ekki geta túlkað það öðruvísi en hann sé grunaður um njósnir, samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda 25. janúar 2015 23:29 Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra. 5. janúar 2015 09:30 126 Íslendingar hafa beðið Google um að gleyma sér Eftir að Evrópudómstóllinn úrskurðaði um að einstaklingar í Evrópu hafi rétt til þess að tæknirisinn Google gleymi þeim, hafa fjölmargar slíkar beiðnir verið sendar til fyrirtækisins. 22. október 2014 15:02 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Google hefur fengið 158 beiðnir frá Íslandi um að fjarlægja 465 tengla úr niðurstöðum leitarvélar fyrirtækisins. Beiðnirnar koma í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg gegn Google frá því í maí á síðasta ári. Mannréttindadómstólinn féllst þá á kröfu Spánverjans Mario Costeja González um að Google fjarlægði upplýsingar úr leitarvélinni um að uppboð hefði farið fram á heimili hans árið 1998. Síðan þá hafa einstaklingar geta krafist þess að Google eyddi persónulegum gögnum um þá sem leitarvélin hafði safnað.Google hefur samþykkt 27,1 prósent beiðnanna frá Íslandi og fjarlægt 108 tengla. Google hefur hafnað að fjarlægja 72,9 prósent tenglanna, alls 291 tengli. Þó er bent á í gegnsæisskýrslu Google að fyrirtækinu gætu hafa borist fleiri beiðnir sem enn á eftir að taka afstöðu til. Flestar beiðnir komið frá Frakklandi Í heild hefur Google tekið afstöðu til 213.760 beiðna um að fjarlægja 772.107 tengla síðan dómurinn féll. Þar af hefur Google hafnað að fjarlægja 59,7 prósent tenglanna en samþykkt að fjarlægja 40,3 prósent þeirra. Flestar beiðnirnar hafa komið frá Frakklandi. Þar hefur verið farið fram á í 43.288 beiðnum að 144.358 tenglum verði eytt. Google hefur samþykkt að eyða tæplega helming tenglanna eða 48,3 prósent.Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega hermt að dómurinn gegn Google hefði fallið í Mannréttindadómstól Evrópu en ekki í Evrópudómstólnum í Lúxemborg. Á því er beðist afsökunar.
Tengdar fréttir Það vinsælasta hjá Google árið 2014 Gífurlega margir leituðu svara við spurningunum af hverju hundar éta gras og hvernig eigi að klæðast trefli. 16. desember 2014 15:07 Google afhenti tölvupósta starfsmanna Wikileaks: „Réttarfarslegur skandall“ Kristinn Hrafnsson segist ekki geta túlkað það öðruvísi en hann sé grunaður um njósnir, samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda 25. janúar 2015 23:29 Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra. 5. janúar 2015 09:30 126 Íslendingar hafa beðið Google um að gleyma sér Eftir að Evrópudómstóllinn úrskurðaði um að einstaklingar í Evrópu hafi rétt til þess að tæknirisinn Google gleymi þeim, hafa fjölmargar slíkar beiðnir verið sendar til fyrirtækisins. 22. október 2014 15:02 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Það vinsælasta hjá Google árið 2014 Gífurlega margir leituðu svara við spurningunum af hverju hundar éta gras og hvernig eigi að klæðast trefli. 16. desember 2014 15:07
Google afhenti tölvupósta starfsmanna Wikileaks: „Réttarfarslegur skandall“ Kristinn Hrafnsson segist ekki geta túlkað það öðruvísi en hann sé grunaður um njósnir, samsæri og þjófnað á eigum bandarískra stjórnvalda 25. janúar 2015 23:29
Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra. 5. janúar 2015 09:30
126 Íslendingar hafa beðið Google um að gleyma sér Eftir að Evrópudómstóllinn úrskurðaði um að einstaklingar í Evrópu hafi rétt til þess að tæknirisinn Google gleymi þeim, hafa fjölmargar slíkar beiðnir verið sendar til fyrirtækisins. 22. október 2014 15:02