Innlent

Goslokum ekki enn lýst yfir

Eyjafjallajökull gaus
Eyjafjallajökull gaus
Ekki var talin ástæða til þess að lýsa formlega yfir goslokum á fundi Vísindamannaráðs Almannavarna fyrr i dag.

Víðir Reynisson, yfirmaður Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir þó í samtali við fréttastofu að ekki séu miklar líkur á því að í Eyjafjallajökli verði atburðir án fyrirvara. „Við erum að meta þetta og munum skoða í sameiningu við okkar viðbragðsaðila," segir Víðir Reynisson.

Víðir segir að jökullinn sé hættulegur yfirferðar og að áfram verði lagst gegn því að umferð verði hleypt aftur á þau svæði sem hafi verið skilgreind sem bannsvæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×