Gott fyrir þá sem þurfa minna en 55 fermetra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2016 21:00 Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru kröfur um stærri rými.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita nýju reglugerðina.Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.En nú er umhverfisráðherra búinn að breyta reglugerðinni, sveigjanleiki er aukinn og leyft að byggja allt niður í 20 fermetra íbúðir. Þá er til dæmis dregið úr kröfum um lágmarksbreidd á göngum og stigum. „Við fögnum þessum breytingum á reglugerðinni. Þetta er jákvætt skref og sennilega stærsta skrefið í átt að lækkun byggingarkostnaðar frá því upphafleg reglugerð var sett fyrir fjórum árum síðan,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Stöð 2. „Þannig að í stórum dráttum erum við mjög jákvæð á breytingarnar. Þetta getur lækkað byggingarkostnað allverulega.“ Hann kveðst sannfærður um að kostnaðarlækkun muni skila sér til húsnæðiskaupenda en treystir sér ekki til að nefna hversu mikil hún gæti orðið. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Einar Árnason.„En það eru þarna tilslakanir, eða aukinn sveigjanleiki í hönnun og þess háttar, sem getur þýtt það að þetta hlaupi á einhverjum prósentum. En ég treysti mér ekki til að orða það nánar en það.“ Breytingin er mest gagnvart smæstu íbúðunum sem eru 55 fermetrar eða minni. En það er ekki endilega sú stærð sem fjölskyldur með kannski 2-3 börn eru að leita að. Samtök iðnaðarins gagnrýna að ekki skuli gengið lengra til móts við þann hóp. Þannig segir Almar mikla þörf á byggingu meðalstórra íbúða sem henti barnafjölskyldum. „Barnafólk er líklega að kalla mest eftir íbúðum sem eru af stærðargráðunni 60 til 90 fermetrar. Það væri hægt að ganga lengra hvað slíkar íbúðir varðar, - þó vissulega skipti þetta máli varðandi smærri íbúðir. Við verðum að taka það fram,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tengdar fréttir Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22 Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43 Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru kröfur um stærri rými.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita nýju reglugerðina.Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.En nú er umhverfisráðherra búinn að breyta reglugerðinni, sveigjanleiki er aukinn og leyft að byggja allt niður í 20 fermetra íbúðir. Þá er til dæmis dregið úr kröfum um lágmarksbreidd á göngum og stigum. „Við fögnum þessum breytingum á reglugerðinni. Þetta er jákvætt skref og sennilega stærsta skrefið í átt að lækkun byggingarkostnaðar frá því upphafleg reglugerð var sett fyrir fjórum árum síðan,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Stöð 2. „Þannig að í stórum dráttum erum við mjög jákvæð á breytingarnar. Þetta getur lækkað byggingarkostnað allverulega.“ Hann kveðst sannfærður um að kostnaðarlækkun muni skila sér til húsnæðiskaupenda en treystir sér ekki til að nefna hversu mikil hún gæti orðið. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Einar Árnason.„En það eru þarna tilslakanir, eða aukinn sveigjanleiki í hönnun og þess háttar, sem getur þýtt það að þetta hlaupi á einhverjum prósentum. En ég treysti mér ekki til að orða það nánar en það.“ Breytingin er mest gagnvart smæstu íbúðunum sem eru 55 fermetrar eða minni. En það er ekki endilega sú stærð sem fjölskyldur með kannski 2-3 börn eru að leita að. Samtök iðnaðarins gagnrýna að ekki skuli gengið lengra til móts við þann hóp. Þannig segir Almar mikla þörf á byggingu meðalstórra íbúða sem henti barnafjölskyldum. „Barnafólk er líklega að kalla mest eftir íbúðum sem eru af stærðargráðunni 60 til 90 fermetrar. Það væri hægt að ganga lengra hvað slíkar íbúðir varðar, - þó vissulega skipti þetta máli varðandi smærri íbúðir. Við verðum að taka það fram,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Tengdar fréttir Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22 Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43 Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22
Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00
Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43
Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14