Innlent

Grænlendingur fær fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hassið sem gert var upptækt. Um 781 gramm var að ræða.
Hassið sem gert var upptækt. Um 781 gramm var að ræða.
Grænlenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánuða skilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla tæplega kílói af hassi til landsins. Maðurinn var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 5. maí en hann kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnunum hafði verið pakkað inn í möppu.

Maðurinn, sem er á 34. aldursári, játaði brot sitt og þótti þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá 6. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×