Innlent

Grænt ljós á grisjun skógar í Öskjuhlíð

Grisja þarf 50 til 150 af hæstu trjánum í Öskjuhlíðinni. fréttablaðið/vilhelm
Grisja þarf 50 til 150 af hæstu trjánum í Öskjuhlíðinni. fréttablaðið/vilhelm
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um endurbætur á aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli. Norðaustur/suðvestur flugbrautin verður lögð niður og flugöryggi við austur/vestur flugbrautina verður bætt með því að lækka gróður í Öskjuhlíðinni, er meðal fjölmargra atriða sem í samkomulaginu felast.

Þá er kveðið á um að allri umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkurflugvöll verði hætt.

Eins og Fréttablaðið greindi frá svo snemma sem í desember 2011, mætir það harðri andstöðu að grisja trén í Öskjuhlíðinni. Þá gekk Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram fyrir skjöldu og gagnrýndi þær hugmyndir afar hart. Þá gagnrýni setti Gísli aftur fram á vettvangi borgarinnar fyrir skemmstu ásamt Hildi Sverrisdóttur borgarfulltrúa.

Í samkomulaginu kemur hins vegar fram að flugöryggi verði bætt með því meðal annars með því að „séð verði til þess að gróður í Öskjuhlíðinni skagi ekki upp í hindrunarfleti núverandi flugbrautar…“ - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×