Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða 2. júní 2011 14:06 Myndin er úr safni. „Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira