Grásleppan hefur verið að fara illa með okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2012 07:00 Páll Margeir messar hér yfir sínum mönnum. Hann er ekki af baki dottinn og ætlar að styrkja liðið í félagsskiptaglugganum.mynd/þorsteinn eyþórsson 3. deildarlið Snæfells er lélegasta lið íslensku deildarkeppninnar í ár. Liðið er búið að tapa öllum sínum leikjum, ekki skorað mark og fær á sig rúmlega 15 mörk í leik. Yngsti leikmaður liðsins er 13 ára og sá elsti 46 ára. Snæfell frá Stykkishólmi hafði ekki teflt fram knattspyrnuliði síðan árið 2008 er þeir ákváðu að taka slaginn í sumar. Þeir gerðu sér grein fyrir því að sumarið yrði erfitt enda fámennur mannskapur og lítil reynsla í liðinu. „Nei, ég held það sé nú ekkert farið hitna undir mér," sagði þjálfari liðsins, Páll Margeir Sveinsson, léttur. Páll er aðalsprautan á bak við stofnun liðsins og heldur því gangandi. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt sumar en ég vildi fara af stað núna en upphaflega átti að fara í gang næsta sumar. Það þurfti að byrja einhvers staðar." Knattspyrnustrákar úr Hólminum eru að spila með Víkingi Ólafsvík og Grundarfirði. Það er því ekki úr miklum mannskap að spila en Páll og félagar ætla að reyna að byggja upp lið í Hólminum í rólegheitum. „Það eru meira og minna unglingar í þessu liði. Nokkrir á milli þrítugs og fertugs en sá elsti er 46 ára og er að spila 90 mínútur í leik. Yngsti leikmaðurinn okkar er aftur á móti þrettán ára." Eitt helsta vandamál Páls er að smala í lið fyrir leiki en það hefur komið fyrir að Snæfell mæti bara með ellefu eða tólf manna hóp. „Strákarnir taka stundum sveig í bænum ef þeir vita að ég er að koma til þess að biðja þá um spila. Þetta er því ekki alltaf auðvelt en það hafa verið meiri afföll en ég átti von á," sagði Páll en það koma líka stundum strákar úr Reykjavík í leiki liðsins. „Svo er búinn að vera grásleppuvertíð og hún er búin að fara illa með okkur. Við höfum stundum beðið með rútuna niður á bryggju áður en við förum í leik. Það hefur enginn komið. Það vildi enginn koma í land. Þeir hafa líklega komið um leið og rútan var farin." Á æfingum liðsins eru sex til fjórtán leikmenn að staðaldri. Þeir sem búa í bænum mæta ekki á æfingar sem eru þrisvar í viku og svo einn leikur. „Ég var að gæla við að töpin yrðu ekki með meira en sex til sjö mörkum. Það eru gríðarlega sterk lið í þessum riðli og menn í liðum andstæðinganna sem hafa spilað í sterkum liðum," sagði Páll en eitt helsta vandamálið er skortur á markverði. Það er nánast aldrei sami maður í marki og stundum hafa þrír leikmenn staðið í markinu sama leikinn. „Liðin hafa gengið á lagið gegn okkur og raðað inn mörkum. Við höfum ekki náð að skipuleggja okkur nógu vel varnarlega. Það er nánast þannig að sá sem dregur stysta stráið stendur í markinu. Við erum samt líklega komnir með mann í markið núna sem verður þar áfram. Hann er reyndar bara 15 ára gamall." Páll Margeir er menntaður þjálfari með UEFA B-gráðu og hefur þjálfað lengi. Hann segir marga efnilega leikmenn vera í Hólminum sem eigi eftir að skila sér í liðið. „Langtímamarkmiðið okkar er að koma upp liði í bænum sem verði áfram næstu árin. Það er vont að hafa engan fótbolta í bænum," sagði Páll en hann neitar að leggja árar í bát. „Við erum ekkert af baki dottnir. Við eigum tvo heimaleiki í röð núna og svo er félagsskiptaglugginn að opna. Það er í það minnsta einn á leiðinni og vonandi fleiri. Það skiptir samt ekki aðalmáli. Aðalmálið er að fá menn til þess að mæta í leikina."Sumarið hjá Snæfelli Leikir: 10 Sigrar: 0 Jafntefli: 0 Töp: 10 Mörk skoruð: 0 Mörk fengin á sig: 155 Mörk fengin á sig að meðaltali: 15,5Leikir Snæfells í deild í sumar gegn Þrótti: 0-12 gegn Hvíta Riddaranum: 0-9 gegn Víði: 16-0 gegn Grundarfirði: 0-6 gegn Kára: 9-0 gegn Þrótti Vogum: 17-0 gegn Hvíta Riddaranum: 24-0 gegn Víði: 0-12 gegn Grundarfirði: 19-0Snæfell spilaði einn bikarleik: gegn Haukum: 0-31 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
3. deildarlið Snæfells er lélegasta lið íslensku deildarkeppninnar í ár. Liðið er búið að tapa öllum sínum leikjum, ekki skorað mark og fær á sig rúmlega 15 mörk í leik. Yngsti leikmaður liðsins er 13 ára og sá elsti 46 ára. Snæfell frá Stykkishólmi hafði ekki teflt fram knattspyrnuliði síðan árið 2008 er þeir ákváðu að taka slaginn í sumar. Þeir gerðu sér grein fyrir því að sumarið yrði erfitt enda fámennur mannskapur og lítil reynsla í liðinu. „Nei, ég held það sé nú ekkert farið hitna undir mér," sagði þjálfari liðsins, Páll Margeir Sveinsson, léttur. Páll er aðalsprautan á bak við stofnun liðsins og heldur því gangandi. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt sumar en ég vildi fara af stað núna en upphaflega átti að fara í gang næsta sumar. Það þurfti að byrja einhvers staðar." Knattspyrnustrákar úr Hólminum eru að spila með Víkingi Ólafsvík og Grundarfirði. Það er því ekki úr miklum mannskap að spila en Páll og félagar ætla að reyna að byggja upp lið í Hólminum í rólegheitum. „Það eru meira og minna unglingar í þessu liði. Nokkrir á milli þrítugs og fertugs en sá elsti er 46 ára og er að spila 90 mínútur í leik. Yngsti leikmaðurinn okkar er aftur á móti þrettán ára." Eitt helsta vandamál Páls er að smala í lið fyrir leiki en það hefur komið fyrir að Snæfell mæti bara með ellefu eða tólf manna hóp. „Strákarnir taka stundum sveig í bænum ef þeir vita að ég er að koma til þess að biðja þá um spila. Þetta er því ekki alltaf auðvelt en það hafa verið meiri afföll en ég átti von á," sagði Páll en það koma líka stundum strákar úr Reykjavík í leiki liðsins. „Svo er búinn að vera grásleppuvertíð og hún er búin að fara illa með okkur. Við höfum stundum beðið með rútuna niður á bryggju áður en við förum í leik. Það hefur enginn komið. Það vildi enginn koma í land. Þeir hafa líklega komið um leið og rútan var farin." Á æfingum liðsins eru sex til fjórtán leikmenn að staðaldri. Þeir sem búa í bænum mæta ekki á æfingar sem eru þrisvar í viku og svo einn leikur. „Ég var að gæla við að töpin yrðu ekki með meira en sex til sjö mörkum. Það eru gríðarlega sterk lið í þessum riðli og menn í liðum andstæðinganna sem hafa spilað í sterkum liðum," sagði Páll en eitt helsta vandamálið er skortur á markverði. Það er nánast aldrei sami maður í marki og stundum hafa þrír leikmenn staðið í markinu sama leikinn. „Liðin hafa gengið á lagið gegn okkur og raðað inn mörkum. Við höfum ekki náð að skipuleggja okkur nógu vel varnarlega. Það er nánast þannig að sá sem dregur stysta stráið stendur í markinu. Við erum samt líklega komnir með mann í markið núna sem verður þar áfram. Hann er reyndar bara 15 ára gamall." Páll Margeir er menntaður þjálfari með UEFA B-gráðu og hefur þjálfað lengi. Hann segir marga efnilega leikmenn vera í Hólminum sem eigi eftir að skila sér í liðið. „Langtímamarkmiðið okkar er að koma upp liði í bænum sem verði áfram næstu árin. Það er vont að hafa engan fótbolta í bænum," sagði Páll en hann neitar að leggja árar í bát. „Við erum ekkert af baki dottnir. Við eigum tvo heimaleiki í röð núna og svo er félagsskiptaglugginn að opna. Það er í það minnsta einn á leiðinni og vonandi fleiri. Það skiptir samt ekki aðalmáli. Aðalmálið er að fá menn til þess að mæta í leikina."Sumarið hjá Snæfelli Leikir: 10 Sigrar: 0 Jafntefli: 0 Töp: 10 Mörk skoruð: 0 Mörk fengin á sig: 155 Mörk fengin á sig að meðaltali: 15,5Leikir Snæfells í deild í sumar gegn Þrótti: 0-12 gegn Hvíta Riddaranum: 0-9 gegn Víði: 16-0 gegn Grundarfirði: 0-6 gegn Kára: 9-0 gegn Þrótti Vogum: 17-0 gegn Hvíta Riddaranum: 24-0 gegn Víði: 0-12 gegn Grundarfirði: 19-0Snæfell spilaði einn bikarleik: gegn Haukum: 0-31
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira