Viðskipti innlent

Greiða 1,8 milljarð í arð til eiganda

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, var samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,8 milljarðar króna fyrir árið 2011. Landsvirkjun greiddi síðast arð til eigenda árið 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá var stjórn Landsvirkjunar endurkjörin og verður Bryndís Hlöðversdóttir áfram stjórnarformaður. Á fundinum var einnig samþykkt tillaga fjármálaráðherra um endurkjör aðalmanna og varamanna í stjórn fyrirtækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×