Greiða erlent lán að fullu 30. október 2010 06:45 Héraðsdómur telur óumdeilt að lánið hafi verið greitt út í japönskum jenum og svissneskum frönkum, en lántakendur kosið að fá því skipt í krónur. Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. Íslandsbanki stefndi hjónunum til greiðslu lánsins eftir að þau hættu að greiða af því. Þau fengu andvirði 20 milljóna króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum lánað til 25 ára hjá Glitni í september 2007. Lánið var greitt inn á reikning þeirra í íslenskum krónum og notuðu þau féð til að fjármagna húsbyggingu. Lánið færðist til Íslandsbanka eftir bankahrunið. Bankinn gjaldfelldi lánið í nóvember 2008. Þá stóð höfuðstóllinn í 39,9 milljónum og afborganir höfðu tvöfaldast. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem féll í gær, segir að allir aðilar hafi fallist á að lánið væri lán í erlendri mynt. Ekki sé því hægt að halda því fram að þar hafi verið um að ræða um lán í íslenskum krónum sem bundið hafi verið gengi erlendra mynta. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé óheimilt. Það þótti meðal annars styrkja þá niðurstöðu að fólkið fékk ekki nákvæmlega 20 milljónir útgreiddar. Upphæðin breyttist eftir að skrifað var undir samninginn vegna breytts gengis krónunnar. Verjandi hjónanna byggði vörn þeirra meðal annars á því að alger forsendubrestur hefði orðið við fall bankanna og hrun krónunnar. Á það féllst dómarinn ekki. Í dóminum segir að almennar aðstæður í íslensku efnahagslífi geti ekki talist til brostinna forsendna, enda geti slíkt leitt til þess að allar fjárhagsskuldbindingar standi á brauðfótum ef breytingar verði í efnahagslífinu. Í dóminum segir að lántakendurnir hafi mátt eiga von á því að breytingar yrðu á gengi krónunnar þegar þau gerðu samninginn. Dómarinn féllst því á kröfu Íslandsbanka og dæmdi hjónin til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk 600 þúsund króna í málskostnað. brjann@frettabladid.is Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. Íslandsbanki stefndi hjónunum til greiðslu lánsins eftir að þau hættu að greiða af því. Þau fengu andvirði 20 milljóna króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum lánað til 25 ára hjá Glitni í september 2007. Lánið var greitt inn á reikning þeirra í íslenskum krónum og notuðu þau féð til að fjármagna húsbyggingu. Lánið færðist til Íslandsbanka eftir bankahrunið. Bankinn gjaldfelldi lánið í nóvember 2008. Þá stóð höfuðstóllinn í 39,9 milljónum og afborganir höfðu tvöfaldast. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem féll í gær, segir að allir aðilar hafi fallist á að lánið væri lán í erlendri mynt. Ekki sé því hægt að halda því fram að þar hafi verið um að ræða um lán í íslenskum krónum sem bundið hafi verið gengi erlendra mynta. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé óheimilt. Það þótti meðal annars styrkja þá niðurstöðu að fólkið fékk ekki nákvæmlega 20 milljónir útgreiddar. Upphæðin breyttist eftir að skrifað var undir samninginn vegna breytts gengis krónunnar. Verjandi hjónanna byggði vörn þeirra meðal annars á því að alger forsendubrestur hefði orðið við fall bankanna og hrun krónunnar. Á það féllst dómarinn ekki. Í dóminum segir að almennar aðstæður í íslensku efnahagslífi geti ekki talist til brostinna forsendna, enda geti slíkt leitt til þess að allar fjárhagsskuldbindingar standi á brauðfótum ef breytingar verði í efnahagslífinu. Í dóminum segir að lántakendurnir hafi mátt eiga von á því að breytingar yrðu á gengi krónunnar þegar þau gerðu samninginn. Dómarinn féllst því á kröfu Íslandsbanka og dæmdi hjónin til að greiða bankanum 39,9 milljónir króna, auk 600 þúsund króna í málskostnað. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira